Trent efstur á blaði Real - Newcastle vill Mbeumo - Arsenal hefur áhuga á Kudus
   lau 10. nóvember 2018 17:03
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Andri Rúnar markakóngur - Höskuldur skoraði
Mynd: CharityShirts
Andri Rúnar Bjarnason staðfesti sig sem markakong sænsku B-deildarinnar í 3-1 sigri Helsingborg gegn Varberg í síðustu umferð tímabilsins.

Helsingborg innsiglaði toppsæti deildarinnar með sigrinum og skoraði Andri Rúnar tvennu í leiknum. Andri gerði 16 mörk og lagði 6 upp, næsti maður er með 14 mörk og 3 stoðsendingar.

Höskuldur Gunnlaugsson skoraði þá í öruggum sigri Halmstad gegn Öster. Höskuldur lék allan leikinn á meðan Tryggvi Hrafn Haraldsson var geymdur á bekknum. Halmstad missti af umspilssæti til að komast í efstu deild þrátt fyrir sigurinn.

Þá lék Alfons Sampsted allan leikinn er Landskrona tapaði 4-0 fyrir Örgryte. Alfons og félagar enda á botni deildarinnar og munu því spila í C-deildinni á næsta ári, en mögulegt er að Alfons leiti á önnur mið.

Sjá einnig:
Andri Rúnar leikmaður ársins hjá Helsingborg

Helsingborg 3 - 1 Varberg
0-1 T. Bergqvist ('36)
1-1 M. Holgersson ('55)
2-1 Andri Rúnar Bjarnason ('69)
3-1 Andri Rúnar Bjarnason ('74)

Öster 1 - 4 Halmstad
0-1 Höskuldur Gunnlaugsson ('15)
0-2 D. Sobo ('39, sjálfsmark)
0-3 P. Silfver ('66, víti)
0-4 P. Silfver ('72)
1-4 D. Johannesson ('84)

Örgryte 4 - 0 Landskrona
1-0 D. Montiel ('44)
2-0 D. Sliper ('53)
3-0 J. Jornvik ('78)
4-0 G. Ludwigson ('84)
Athugasemdir
banner
banner