Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   þri 11. apríl 2023 16:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að Víkingar hafi borgað vel til að landa færeyska varnarmanninum
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkingi, og Gunnar Vatnhamar.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkingi, og Gunnar Vatnhamar.
Mynd: Víkingur
Færeyski varnarmaðurinn Gunnar Vatnhamar gekk í raðir Víkings frá Víkingi í Götu í Færeyjum í síðustu viku.

Gunnar er 28 ára gamall færeyskur landsliðsmaður sem hafði alla tíð leikið í Færeyjum með Víkingi í Götu áður en hann kom til Reykjavíkur.

Víkingar fór að leita að miðverði eftir að Kyle McLagan meiddist illa í Lengjubikarnum. Gunnar var sóttur en samkvæmt færeyska fréttamanninum Tróndi Arge þá borga Víkingar vel til þess að fá færeyska varnarmanninn.

Hann segir að kaupverðið sé um 400 þúsund danskar krónur eða um 8 milljónir íslenskra króna. Samkvæmt Tróndi er það svipuð upphæð og Víkingur mun fá greitt ef Gunnar spilar landsleiki á árinu. Því gæti félagið fengið þennan pening til baka.

Gunnar lék í gær sinn fyrsta leik fyrir Víking í gær þegar liðið fór með sigur af hólmi gegn Stjörnunni en hann kom inn á sem varamaður í leiknum.


Athugasemdir
banner
banner