
Margir leikmenn enska landsliðsins hafa tjáð tilfinningar sínar á samfélagsmiðlum eftir að hafa fallið úr leik á HM í gær eftir tap gegn Frakklandi.
„Síðustu vikur hafa verið algjör tilfinningarússíbani. Hver einn og einasti gaf allt í þetta, við vorum nálægt þessu en ekki nógu nálægt. Ég lofa að við mætum aftur. Takk fyrir allan stuðninginn sem við fengum á mótinu það hefur ekki farið framhjá okkur," skrifaði Marcus Rashford á Instagram síðu sína.
Hann hefur fengið mikil viðbrögð við þessu, mikið frá samherjum sínum í landsliðinu en einnig sendi Kylian Mbappe, landsliðsmaður Frakklands honum hjarta 'emoji'.
Mbappe náði ekki að setja mark sitt á leikinn í gær en viðbrögð hans við vítaklúðri Kane vakti mikla athygli.
Athugasemdir