
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, segist ætla að gefa sér smá tíma til að skoða stöðu sína eftir að enska liðið féll úr leik á HM í gær, með því að tapa fyrir Frakklandi í 8-liða úrslitum.
Næstum allir sparkspekingar Englands virðast vilja halda honum við stjórnvölinn en átján mánuðir eru í næsta stórmót, Evrópumótið í Þýskalandi.
„Southgate á að vera áfram, ég er ekki í nokkrum vafa um það," segir Alan Shearer, fyrrum fyrirliði enska landsliðsins.
„Það má segja að hann hafi notið velgengni í starfi þó það hafi ekki unnist titill. Það þarf að horfa á stærri myndina. Við misstum af góðu tækifæri núna en það var ekki hans sök. Hann tók góðar ákvarðanir."
Sjá einnig:
Southgate ætlar að taka sér tíma
Næstum allir sparkspekingar Englands virðast vilja halda honum við stjórnvölinn en átján mánuðir eru í næsta stórmót, Evrópumótið í Þýskalandi.
„Southgate á að vera áfram, ég er ekki í nokkrum vafa um það," segir Alan Shearer, fyrrum fyrirliði enska landsliðsins.
„Það má segja að hann hafi notið velgengni í starfi þó það hafi ekki unnist titill. Það þarf að horfa á stærri myndina. Við misstum af góðu tækifæri núna en það var ekki hans sök. Hann tók góðar ákvarðanir."
Sjá einnig:
Southgate ætlar að taka sér tíma
David James, fyrrum markvörður enska landsliðsins, er einnig á því að Southgate eigi að vera áfram.
„Öll umgjörð í kringum enska landsliðið er rétt. Hann er besti kosturinn í starfið. Hann kemur vel út og hann er áreiðanlegur. Er of snemmt að segja að við munum vinna EM?" sagði James.
Ian Ladyman, Dominic King og Ian Herbert, blaðamenn Daily Mail, ræddu málið og voru allir sammála um að það væri langbest fyrir enska liðið ef Southgate heldur starfi sínu áfram.
Þó fjölmiðlamenn og sparkspekingar séu á því að Southgate eigi að vera áfram virðist á samfélagsmiðlum sem almenningur í landinu sé ekki alveg á sömu línu. BBC telur að enska þjóðin skiptist nánast til helminga þegar kemur að því hvort skipta ætti um þjálfara.
We should be begging Southgate to stay as England manager
— Oliver Holt (@OllieHolt22) December 11, 2022
Lots of debate over whether Gareth Southgate should continue as England manager. My criteria is this: could anyone else have done better with this (very good) squad of players? I don’t think so, and I like the way his team plays & behaves under him.
— Piers Morgan (@piersmorgan) December 11, 2022
So, I say: carry on Gareth. pic.twitter.com/nTy040ZLZe
Athugasemdir