Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 11. desember 2022 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Weghorst um Messi: Hann var dónalegur við mig
Wout Weghorst, sóknarmaður hollenska landsliðsins, segir að Lionel Messi, einn besti fótboltamaður allra tíma, hafi verið dónalegur við sig eftir leik Argentínu og Hollands í átta-liða úrslitum á HM.

Argentína hafði betur gegn Hollandi í vítaspyrnukeppni en það var mikill hiti í þessum leik.

Messi var æstur eftir leik og beindi þar reiði sinni að Weghorst en hann var ekki ánægður með það hvernig hávaxni sóknarmaðurinn hafði komið fram í leiknum.

Weghorst ræddi við fjölmiðla eftir leikinn og útskýrði þar sína hlið á málinu.

„Ég ætlaði að taka í höndina á honum en hann tók ekki vel í það og var dónalegur við mig. Ég skildi ekki það sem hann var að segja því hann var að tala spænsku. Þetta eru mikil vonbrigði," sagði Weghorst.
Athugasemdir
banner
banner
banner