Nottingham Forest hafnaði tækifærinu að fá framherjann Omar Marmoush frá Eintracht Frankfurt síðasta sumar.
Forest bauðst að fá hann fyrir 20 milljónir punda síðasta sumar en samkvæmt Daily Mail hafnaði félagið því á endanum.
Forest bauðst að fá hann fyrir 20 milljónir punda síðasta sumar en samkvæmt Daily Mail hafnaði félagið því á endanum.
Marmoush er núna líklega á leiðinni til Englandsmeistara Manchester City fyrir mun hærri upphæð.
Frankfurt er að vonast til að fá um 80 milljónir evra fyrir leikmanninn.
Marmoush hefur farið hamförum í Þýskalandi á leiktíðinni, skorað 15 mörk og gefið átta stoðsendingar.
Sky segir að Marmoush hafi samþykkt að ganga í raðir Man City og sé meira en tilbúinn til að taka næsta skref ferilsins.
Honum hefur verið líkt við landa sinn, Mohamed Salah.
Athugasemdir