Loris Karius, fyrrum markvörður Liverpool og Newcastle, er við það að skrifa undir hjá þýska félaginu Schalke 04.
Karius yfirgaf Newcastle síðasta sumar eftir að hafa verið þar til taks í um tvö tímabil.
Karius yfirgaf Newcastle síðasta sumar eftir að hafa verið þar til taks í um tvö tímabil.
Hann er núna við það að skrifa undir samning hjá Schalke sem er í þýsku B-deildinni. Schalke er samt sem áður stórt félag með mikla sögu.
Karius kemur til með að vera varamarkvöður Schalke.
Hinn 31 árs gamli Karius er líklega þekktastur fyrir tíma sinn hjá Liverpool þar sem hann gerði hræðileg mistök í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Real Madrid. Hann náði aldrei einhvern veginn að jafna sig á því.
Athugasemdir