Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 12. desember 2022 15:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Endaði ekki eins og ævintýri hjá FH - „Heilt yfir er ég mjög ánægður"
Heilt yfir var þetta mjög erfitt sumar
Heilt yfir var þetta mjög erfitt sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég og fjölskyldan erum búin að hafa það mjög gott á Íslandi.
Ég og fjölskyldan erum búin að hafa það mjög gott á Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Þetta er mikið þannig að allt í einu fá fjölmiðlar þá hugmynd í höfuðið, einhver í einhverju podcasti nefnir að einhver hafi átt frábært tímabil. Svo fara bara allir eftir því og horfa kannski ekki á alla leiki. Sumir fara undir radarinn, mér finnst það mjög oft þannig.
Þetta er mikið þannig að allt í einu fá fjölmiðlar þá hugmynd í höfuðið, einhver í einhverju podcasti nefnir að einhver hafi átt frábært tímabil. Svo fara bara allir eftir því og horfa kannski ekki á alla leiki. Sumir fara undir radarinn, mér finnst það mjög oft þannig.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Gunnar Nielsen var til viðtals hér á Fótbolti.net í síðustu viku. Þar var hann spurður út í hans síðasta tímabil hjá FH, tímabilið 2022. FH átti mjög slæmt tímabil í Bestu deildinni og voru ennþá tölfræðilegur möguleiki á því í lokaumferðinni að FH gæti fallið.

„Þetta var erfitt, þetta reynir mikið á andlega að vera í fallbaráttu. FH er kannski stærsta félagið á Íslandi og menn voru að búast við því að vera í toppbaráttu. Við byrjuðum svolítið illa en maður heldur samt að þetta sé að fara koma. Svo fattar maður að þetta er ekki að fara koma, sé ekki að gerast og við erum í fallbaráttu. Þá er þetta stríð út tímabilið og andlegt dæmi. Þegar þú veist fyrir tímabilið að það séu líkur á því að þú verðir í fallbaráttu þá ertu búinn að undirbúa þig í það. Þetta reyndi á andlega fyrir hópinn og það var mjög mikilvægt fyrir okkur að halda okkur uppi. Heilt yfir var þetta mjög erfitt sumar," sagði Gunnar.

„Við unnum Lengju(bikarinn) en það eina sem skiptir máli er deildin. Ég var einmitt að keyra strákinn minn á mót í Akraneshöllinni og hugsaði að ég væri svo ánægður að vera ekki að fara spila undirbúningsleik núna á þessum tíma. Því það eina sem skiptir máli er það sem gerist í deildinni. Enginn talar um að FH hafi unnið Lengjubikarinn og það hafi verið ágætt, bara talað um mjög lélegt tímabil, því þetta sex mánaða tímabil er það sem skiptir öllu máli og menn þurfa að vera klárir í mótið."

FH náði að bjarga sæti sínu í deildinni, hver var lykillinn að því að mati Gunnars?

„Það er erfitt að segja, það kannski kom aðeins meiri stöðugleiki í lokin og við unnum réttu leikina, leikina sem við þurftum að vinna. Sem betur fer gekk þetta allt vel í lokin."

Erfitt í lokin en heilt yfir mjög ánægður
Tímabilin sjö hjá FH, er Gunnar ánægður með þau?

„Ekki spurning, FH er frábært félag og mikið af góðu fólki þar. Ég og fjölskyldan erum búin að hafa það mjög gott á Íslandi. Að sjálfsögðu hefði maður viljað að þetta hefði endað betur, en þetta er ekki ævintýri, allt getur gerst og stundum geta hlutirnir farið svona. Þetta var erfitt í lokin en heilt yfir þá er ég mjög ánægður með tímann í FH."

„Hápunkturinn var að vinna deildina á mínu fyrsta ári í FH. Svo líka Evrópuleikirnir, alltaf gaman að fara út að spila í Evrópu og alltaf skemmtilegast að vinna leiki."


Var tímabilið 2016 besta tímabil hans á ferlinum?

„Ég veit það ekki, það var mjög gott tímabil. Árið á undan, hjá Stjörnunni, var líka mjög gott. Það voru fleiri tímabil eftir það sem voru mjög fín líka. Þetta er mikið þannig að allt í einu fá fjölmiðlar þá hugmynd í höfuðið, einhver í einhverju podcasti nefnir að einhver hafi átt frábært tímabil. Svo fara bara allir eftir því og horfa kannski ekki á alla leiki. Sumir fara undir radarinn, mér finnst það mjög oft þannig. Að vinna er það eina sem skiptir máli og ef það er horft í það þá var tímabilið 2016 besta tímabilið."

Aldrei gaman að missa sætið í liðinu
Tvisvar sinnum á þessum sjö tímabilinu missti Gunnar af leikjum vegna meiðsla og náði ekki að vinna sig aftur inn í lið FH. 2019 kom Daði Freyr Arnarsson inn í lið FH og í ár greip Atli Gunnar Guðmundsson tækifærið og tók við markvarðarstöðunni. Var Gunnar svekktur með sjálfan sig að komast ekki aftur inn í liðið?

„Að sjálfsögðu er maður svekktur, ég er keppnismaður og að missa sæti sitt er aldrei gaman. En það sem er sameiginlegt í þessu er að þetta byrjaði út af meiðslum. Ég handarbrotnaði 2019 og var frá í 10-12 vikur. Þegar ég kom til baka var Daði búinn að standa sig vel og kannski erfitt að breyta á miðju tímabili. Það sama gerðist núna, ég missti af leikjum eftir landsleikjahlé í júní, kom meiddur úr landsleikjunum. Atli kom inn á og stóð sig vel þar. Að sjálfsögðu er það mjög svekkjandi. Það er stundum erfitt, þó að ég sé duglegur að hjálpa liðinu, þá vill maður spila, mætir sem liðsmaður og reynir (að hjálpa liðinu). Maður er atvinnumaður en það er mjög erfitt þegar maður er ekki að spila, svo ég segi alveg eins og er," sagði Gunnar. Viðtalið við hann má sjá hér að neðan.

Annað úr viðtalinu:
Gunnar óviss með framtíðina: Aldrei inn í myndinni að vera áfram í FH
„Það var ekki í boði fyrir mig að fara til Færeyja með stærsta liði Íslands og tapa"
Gunnar óviss með framtíðina: Aldrei inn í myndinni að vera áfram í FH
Athugasemdir
banner
banner
banner