Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 12. desember 2022 16:00
Elvar Geir Magnússon
Konrad Laimer á leið til Bayern
Fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano, sem er nú ekki þekktur fyrir að hafa rangt fyrir sér, segir að Þýskalandsmeistarar Bayern München séu að fá Konrad Laimer, miðjumann RB Leipzig.

Romano segir ekkert frágengið en búið sé að ná munnlegu samkomulagi. Julian Nagelsmann stjóri Bayern hafi viljað fá leikmanninn síðan 2021 og sjálfur vilji Laimer fara til félagsins.

Laimer er 25 ára austurrískur landsliðsmaður sem kom til Leipzig frá systurfélaginu RB Salsburg 2017.

Það stefnir allt í að hann fari til Bayern næsta sumar á frjálsri sölu. Samningur hans rennur út næsta sumar.


Athugasemdir
banner
banner