Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 12. desember 2022 21:00
Brynjar Ingi Erluson
Reyna vonsvikinn með Berhalter - „Hissa á að einhver úr þjálfaraliðinu hafi tekið þátt í þessu"
Giovanni Reyna var ekki í stóru hlutverki á HM og sárnaði það
Giovanni Reyna var ekki í stóru hlutverki á HM og sárnaði það
Mynd: EPA
Gregg Berhalter
Gregg Berhalter
Mynd: EPA
Bandaríski landsliðsmaðurinn Giovanni Reyna er vonsvikinn og hissa með ákvörðun landsliðsþjálfarans Gregg Berhalter um að opinbera vandamál innan landsliðsins við fjölmiðla.

Berhalter sagði frá því í gær að hann hafi verið nálægt því að senda einn leikmann heim af HM vegna viðhorfsvandamála en bandarískir miðlar hafa greint frá því að umræddur leikmaður sé Reyna.

Hann fékk að vita það fyrir mótið að hann yrði ekki í eins stóru hlutverki og hann vonaðist eftir. Reyna tók þeim fréttum ekki vel og virkaði áhugalaus á æfingum og viðhorf hans breytt en Berhalter gaf honum afarkosti; annað hvort þyrfti hann að biðja hópinn afsökunar og útskýra ástæðuna af hverju hann væri að biðjast afsökunar eða fara heim með næsta flugi.

„Ég vonaðist til þess að sleppa við að tjá mig um málefni sem tengist heimsmeistaramótinu. Ég er á þeirri skoðun að það sem gerist innan hópsins fari ekki lengra en það, en ég er knúinn til þess að senda frá mér yfirlýsingu þar sem fagmennska mín og karakter hefur verið til umræðu,“ sagði Reyna.

„Rétt fyrir HM þá tjáði Gregg Berhalter mér það að ég hlutverk mitt í liðinu yrði takmarkað. Ég var í rusli yfir því, enda er ég leikmaður sem spila af ástríðu og stolti. Fótbolti er líf mitt og ég ef mikla trú á sjálfum mér. Ég bjóst við því að fá að leggja mitt af mörkum og vildi ólmur spila í þessum hæfileikaríkahópi og koma með ákveðna yfirlýsingu á mótinu.“

„Ég er líka mjög tilfinninganæm persóna og ég viðurkenni það fúslega að ég lét þetta hafa áhrif á mig og hafði það sömuleiðis áhrif á hegðun mína og hvernig ég æfði næstu daga á eftir. Ég bað Berhalter og leikmennina afsökunar og var mér fyrirgefið. Eftir það hristi ég þetta af mér og gaf allt sem ég gat gefið bæði innan sem utan vallar.“

„Ég er mjög vonsvikinn með þessa áframhaldandi umfjöllun um þetta málefni og líka um þessa ýktu útgáfu af atvikinu. Það kemur mér sömuleiðis verulega á óvart að einhver úr þjálfaraliðinu myndi taka þátt í þessu. Berhalter hefur alltaf sagt að hlutir sem gerast í liðinu myndu alltaf haldast innanbúðar svo við gætum einbeitt okkur að því sameinast og ná frekari framförum. Ég elska liðið mitt og elska að spila fyrir þjóð mína og nú ætla ég að einbeita mér að því að bæta mig sem leikmaður og sem persóna. Ég vona nú geta allir sem tengjast liðinu horft fram veginn og einbeitt okkur aðeins að því sem við teljum best fyrir landsliðið svo við getum náð frábærum árangri á HM 2026,“
sagði Reyna í lokin.

Sjá einnig:
Íhugaði að senda einn leikmann heim
Athugasemdir
banner
banner