
Brasilíska goðsögnin Ronaldo spáir því að næsti þjálfari Brasilíu gæti verið af erlendu bergi brotinn.
Brasilía féll úr leik í átta-liða úrslitunum á HM í Katar og beint eftir leik sagði þjálfarinn Tite starfi sínu lausu.
Á fréttamannafundi sagði Ronaldo, sem hjálpaði Brasilíu að vinna HM 2002, að hann gæti séð það fyrir að næsti landsliðsþjálfari verði ekki brasilískur.
„Ancelotti, Abel frá Palmeiras og Mourinho frá Roma. Þetta eru ótrúlegir þjálfarar," segir Ronaldo.
Ancelotti, sem er í dag þjálfari Real Madrid, hefur verið orðaður við starfið í dag í brasilískum fjölmiðlum. Abel Ferreira er Portúgali sem stýrir Palmeiras í Brasilíu og Jose Mourinho er einnig Portúgali sem stýrir Roma á Ítalíu.
„Ég myndi styðja það ef erlendur þjálfari tæki við liðinu," segir Ronaldo.
Athugasemdir