Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 12. desember 2022 18:10
Brynjar Ingi Erluson
Tuchel líklegastur til að taka við af Southgate
Thomas Tuchel
Thomas Tuchel
Mynd: EPA
Thomas Tuchel þykir líklegastur til að taka við enska landsliðinu ef Gareth Southgate ákveður að hætta með liðið. Þetta kemur fram í þýska miðlinum Bild.

Southgate tók við liðinu árið 2016 eftir að liðið datt úr leik gegn Íslandi í 16-liða úrslitum Evrópumótsins.

Roy Hodgson hafði stýrt liðinu fyrir það á meðan Southgate var með reynslu af því að þjálfa U21 árs liðið.

Southgate stýrði Englandi í undanúrslit HM 2018 og svo í úrslitaleik Evrópumótsins fyrir ári síðan en liðið datt úr leik á HM í Katar á dögunum eftir að hafa tapað fyrir Frökkum, 2-1.

Þjálfarinn vildi ekki staðfesta það að hann myndi halda áfram með liðið en hann hefur ekki enn tekið ákvörðun um framhaldið.

Þýski miðillinn Bild segir að Thomas Tuchel, fyrrum stjóri Chelsea, sé líklegasti kosturinn til að taka við af Southgate ef enski þjálfarinn ákveður að hætta.

Tuchel, sem hefur einnig þjálfað Mainz, Borussia Dortmund og Paris Saint-Germaind, hefur verið án starfs síðustu mánuði eftir að hann var rekinn frá Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner