Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 13. desember 2022 12:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Carragher vill bara enskan þjálfara - „Hvers konar kjaftæði er þetta?"
Fyrrum enski landsliðsmaðurinn Jamie Carragher vill ekki sjá Marcelo Bielsa, Mauricio Pochettino eða Thomas Tuchel taka við enska landsliðinu.

Hann gerir kröfu á það að næsti landsliðsþjálfari Englands sé frá Englandi.

Englendingar féllu úr leik á HM síðastliðið laugardagskvöld er þeir töpuðu gegn Frakklandi í átta-liða úrslitunum.

Gareth Southgate er að íhuga framtíð sína en hann hefur stýrt liðinu með ágætum árangri frá árinu 2016.

Nú þegar hafa nokkrir þjálfarar verið orðaðir við starfið, þar á meðal Bielsa, Pochettino og Tuchel. Carragher, sem lék allan sinn feril með Liverpool, vill hins vegar ekki sjá neinn þeirrra.

„Landsliðsþjálfari Englands á alltaf að vera enskur," segir Carragher.

Fjölmiðlamaðurinn Richard Keys er ekki sammála þessari skoðun og segir hana jaðra við rasisma. „Hvers konar kjaftæði er þetta? Þetta jaðrar við rasisma. Landsliðsþjálfari Englands á að vera besta manneskjan í starfið, sama hvaðan hún kemur," segir Keys í svari sínu við Carragher.

Southgate er þó enn í starfinu og það þarf ekki að hefja leit að nýjum þjálfara fyrr en framtíð hans ræðst.


Athugasemdir
banner
banner