
Sagt er að portúgalska fótboltasambandið íhugi að láta Fernando Santos taka pokann sinn eftir að Portúgal féll úr leik í 8-liða úrslitum EM.
Sögusagnir hafa verið í gangi um að Jose Mourinho gæti tekið við starfinu meðfram því að stýra Roma í ítölsku A-deildinni.
Sögusagnir hafa verið í gangi um að Jose Mourinho gæti tekið við starfinu meðfram því að stýra Roma í ítölsku A-deildinni.
Mourinho stýrði Roma til sigurs í Sambandsdeildinni á síðasta tímabili og virðist mikil ánægja með hans störf hjá félaginu.
Corriere dello Sport segir að Fernando Soares Gomes da Silva, forseti portúgalska sambandsins, sé að skoða möguleg þjálfaraskipti. Rui Jorge, fyrrum U21 landsliðsþjálfari Portúgals, er orðaður við starfið og einnig er Mourinho í umræðunni.
Talað er um hugmyndir um að Mourinho stýri Portúgal meðfram Roma en talið er harla ólíklegt að það geti orðið niðurstaðan.
Athugasemdir