
Fyrr í þessum mánuði var sagt frá því að Liverpool, Chelsea og Arsenal hefðu áhuga á hinum tvítuga Yunus Musah sem vakti athygli á HM. Musah er miðjumaður bandaríska landsliðsins og Valencia á Spáni.
Athletic fjallar um áhuga Liverpool á leikmanninum sem sagður er vilja fá nýja áskorun eftir rúm þrjú ár á Spáni. Musah er uppalinn hjá Arsenal og lék með U15-U18 landsliðum Englands áður en hann valdi að spila fyrir Bandaríkin árið 2020.
Hann er fæddur í Bandaríkjunum og móðir hans er frá Gana. Hann flutti til Englands árið 2012 og gekk inn í akademíuna hjá Arsenal.
Fjallað er um að Liverpool ætli sér að fá inn miðjumann og hafa menn eins og Enzo Fernandez og Jude Bellingham verið orðaðir við félagið. Samkvæmt heimildum Athletic hefur Valencia sett verðmiða á Musah og hægt sé að fá hann fyrir um sautján milljónir punda.
Athugasemdir