Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 13. desember 2022 15:30
Elvar Geir Magnússon
Lloris og Kane skiptust á skilaboðum eftir leikinn
Mynd: EPA
Hugo Lloris, markvörður og fyrirliði Frakklands, segir að hann og Harry Kane, sóknarmaður Englands, hafi skipst á skilaboðum eftir að Frakkland vann viðureign liðanna í 8-liða úrslitum HM á laugardaginn.

„Við áttum í smá samskiptum eftir leikinn, það var ekki auðvelt að finna orðin. Hann þurfti tíma til að hvílast. Það er erfiður tími fyrir enska landsliðið og fyrir Harry en ég tel að hann geti verið stoltur af því sem hann hefur gert fyrir þjóð sína," segir Lloris.

Lloris og Kane eru samherjar hjá Tottenham en Kane skaut yfir úr vítaspyrnu á laugardag, þegar hann hefði getað jafnað 2-2.

„Í fótboltasögunni hafa margir toppleikmenn klúðrað vítaspyrnum á ferlinum; Lionel Messi, Cristiano Ronaldo... en ég er ekki í vafa um að Harry mun bera höfuðið hátt og hjálpa Tottenham og landsliðinu að skína."

Lloris um leikinn gegn Marokkó:
Frakkland leikur annað kvöld gegn Marokkó í undanúrslitum HM.

„Marokkó hefur lagt Belgíu, Spán og Portúgal og vann virkilega erfiðan riðil. Það segir manni að þetta er gæðalið sem verður erfiður andstæðingur," segir Lloris.

„Stuðningsmenn þeirra verða með læti en við erum undirbúnir fyrir allt. Við þurfum að sýna að við erum tilbúnir að hækka rána, við þurfum að eiga toppleik. Þetta er einstakt tækifæri fyrir bæði lið að komast í úrslitaleikinn. Þó Marokkómenn hafa þegar notið mikillar velgengni þá vilja þeir ekki stoppa núna, trúið mér."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner