Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 13. desember 2022 19:55
Brynjar Ingi Erluson
Mandzukic rekinn upp í stúku eftir vítaspyrnudóminn
Mario Mandzukic, aðstoðarþjálfari Króatíu, er farinn af hliðarlínunni og upp í stúku en hann fékk rauða spjaldið eftir vítaspyrnuna sem Argentína fékk í undanúrslitaleik liðanna á HM.

Króatar mótmæltu harðlega vítaspyrnudóminum en Julian Alvarez slapp inn fyrir gegn Dominik Livakovic, sem kom á ferðinni gegn framherjanum og sparkaði hann niður.

Dómari leiksins, Daniele Orsato, dæmdi vítaspyrnu og gaf Livakovic gult spjald. Króatar mótmæltu harðlega og fékk Mateo Kovacic meðal annars spjald fyrir kjaftbrúk.

Mandzukic, sem er í dag aðstoðarþjálfari Króatíu, var brjálaður á hliðarlínunni og fékk að líta rauða spjaldið fyrir framkomu sína og því sendur upp í stúku.


Athugasemdir
banner
banner