Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 13. desember 2022 20:24
Brynjar Ingi Erluson
Mynd: Richarlison fær sér húðflúr af Neymar og Ronaldo
Mynd: EPA
Brasilíski sóknarmaðurinn Richarlison birti mynd á Instagram af nýju húðflúri en það er eitthvað skemmtilega furðulegt við það.

Richarlison var með bestu mönnum Brasilíu á HM í Katar en liðið datt úr leik í 8-liða úrslitum eftir að hafa tapað fyrir Króatíu eftir vítakeppni.

Framherjinn skoraði þrjú mörk á mótinu og meðal annars eitt af mörkum motsins er hann skoraði með laglegri klippu.

Hann nýtur þess nú að vera í fríi en hann birti mynd á Instagram í dag þar sem hann sýnir ferlið að nýju húðflúri sem hann er að láta flúra á bakið á sér.

Þar má sjá mynd af honum, Neymar og Ronaldo á bakinu en hér fyrir neðan má sjá fyrstu myndir af því.




Athugasemdir
banner
banner