
Brasilíski sóknarmaðurinn Richarlison birti mynd á Instagram af nýju húðflúri en það er eitthvað skemmtilega furðulegt við það.
Richarlison var með bestu mönnum Brasilíu á HM í Katar en liðið datt úr leik í 8-liða úrslitum eftir að hafa tapað fyrir Króatíu eftir vítakeppni.
Framherjinn skoraði þrjú mörk á mótinu og meðal annars eitt af mörkum motsins er hann skoraði með laglegri klippu.
Hann nýtur þess nú að vera í fríi en hann birti mynd á Instagram í dag þar sem hann sýnir ferlið að nýju húðflúri sem hann er að láta flúra á bakið á sér.
Þar má sjá mynd af honum, Neymar og Ronaldo á bakinu en hér fyrir neðan má sjá fyrstu myndir af því.
????GRAVE: Tatuador começa a fazer o rosto de Neymar nas costas de Richarlison. pic.twitter.com/difFNMqwNJ
— CHOQUEI (@choquei) December 13, 2022
Athugasemdir