Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 13. desember 2022 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Oliver sá Snap og gerði Diljá mikinn greiða - „Endalaust þakklát"
Diljá Ýr Zomers
Diljá Ýr Zomers
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Diljá Ýr Zomers var í ágúst lánuð til Norrköping frá Häcken. Diljá fór til liðsins, sem var í toppbaráttunni í næstefstu deild, og hjálpaði því að tryggja sér sæti í efstu deild.

Diljá hafði ekki fengið þau tækifæri sem hún taldi sig eiga skilið hjá Häcken og ákvað því að taka skrefið og fá smá sjálfstraust.

En þegar hún fór þurfti hún að flytja frá Gautaborg til Norrköping, þrír klukkutímar eru á milli staðanna í lest.

Hún var heppin með það að kærasti hennar, Valgeir Lunddal Friðriksson, sendi Snapchat skilaboð af Diljá vera gera sig klára í að flytja og fékk svar frá Oliver. Oliver, sem er einu ári yngri en þau Valgeir og Diljá, er samningsbundinn Norrköping en lék með ÍA á liðnu tímabili á láni. Íbúð hans í Norrköping stóð tóm og bauð hann Diljá að vera þar á meðan hún var hjá félaginu.

„Valgeir var að senda eitthvað Snap af mér vera að pakka og flytja. Oliver svaraði honum og spurði bara hvort ég væri komin með íbúð. Valgeir sagði nei og Oliver bauð mér bara íbúðina sína á meðan hann væri á Íslandi."

„Það var bara geggjað, mjög fín íbúð og mér leið mjög vel þarna. Endalaust þakklát honum fyrir að leyfa mér að vera þarna,"
sagði Diljá. Viðtalið við hana má sjá í heild sinni hér að neðan.

Sjá einnig:
Lánið lykill að frábæru gengi Norrköping - „Besta sem ég gat gert"
Oliver á leiðinni aftur til Norrköping - „Alltaf beðið eftir þessari upplifun"
Lánið lykill að frábæru gengi Norrköping - „Besta sem ég gat gert"
Athugasemdir
banner
banner
banner