Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 13. desember 2022 20:35
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu magnaðan undirbúning Messi í þriðja markinu - „Galið að sú umræða hafi verið yfir höfuð"
Mynd: EPA
Argentínski snillingurinn Lionel Messi er staðráðinn í að vinna HM í Katar og það sést á spilamennskunni en hann var að leggja upp þriðja mark liðsins gegn Króatíu í undanúrslitum mótsins og var það eftir magnað einstaklingsframtak.

Messi fékk boltann á hægri vængnum, keyrði upp með boltann og að teignum. Josko Gvardiol varðist gegn Messi en átti engan möguleika gegn Argentínumanninum sem lék á hann og kom boltanum fyrir á Julian Alvarez sem skoraði.

Argentína er nú komið í 3-0 gegn Króötum og er liðið örugglega á leið í úrslit.




Athugasemdir
banner
banner