
Argentínski snillingurinn Lionel Messi er staðráðinn í að vinna HM í Katar og það sést á spilamennskunni en hann var að leggja upp þriðja mark liðsins gegn Króatíu í undanúrslitum mótsins og var það eftir magnað einstaklingsframtak.
Messi fékk boltann á hægri vængnum, keyrði upp með boltann og að teignum. Josko Gvardiol varðist gegn Messi en átti engan möguleika gegn Argentínumanninum sem lék á hann og kom boltanum fyrir á Julian Alvarez sem skoraði.
Argentína er nú komið í 3-0 gegn Króötum og er liðið örugglega á leið í úrslit.
Vá! Vá! Vá! Lionel Messi með frábæra takta er hann leggur upp þriðja mark Argentínu á Alvarez pic.twitter.com/diq1zesakY
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 13, 2022
Ef maður pælir í því þá er í raun galið að Cristiano og Messi séu í einhverri goat umræðu og að sú umræða hafi verið yfir höfuð.
— Jón Kári Eldon (@jonkarieldon) December 13, 2022
Athugasemdir