Fyrrum sóknarmaðurinn Robin van Persie hefur síðustu daga verið við æfingar hjá Manchester United á Carrington æfingasvæðinu.
Van Persie hefur nú skorað nokkur mörkin á þessu æfingasvæði en hann lék fyrir Man Utd frá 2012 til 2015. Tókst honum að vinna ensku úrvalsdeildina með félaginu.
Hann lagði skóna á hilluna fyrir þremur árum og hefur verið að koma sér út í þjálfun síðan þá.
Van Persie hefur verið að þjálfa í akademíunni hjá uppeldisfélagi sínu Feyenoord en fékk á dögunum boð frá landa sínum Erik ten Hag, sem núna stýrir Man Utd, um að koma og vera viðstaddur æfingar hjá félaginu til þess að læra enn meira um þjálfun. Van Persie fær að læra af Ten Hag en hann er núna að sækja sér þjálfararéttindi til að starfa á hæsta stigi.
Það styttist í að enski boltinn fari aftur af stað en leikmannahópur Man Utd var að koma aftur úr æfingaferð frá Spáni þar sem liðið tapaði leikjum gegn Cadiz og Real Betis.
Robin van Persie at Carrington after being invited by Ten Hag ???? pic.twitter.com/DwIjKghvYJ
— utdreport (@utdreport) December 13, 2022
Athugasemdir