Þeir segja það sem þeir vilja segja, Ronaldo segir það sem hann þarf að segja til að vernda sjálfan sig, svo ertu með þjálfarann sem segir hluti til að vernda sig
Zlatan Ibrahimovic, leikmaður AC Milan og fyrrum leikmaður Manchester United, er viss um að almenningur fái aldrei að vita allan sannleikann varðandi brotthvarf Cristiano Ronaldo frá United.
Tilkynnt var um starfslok Ronaldo hjá félaginu í síðasta mánuði í kjölfarið á umtöluðu viðtali Ronaldo hjá Piers Morgan. Samningur Ronaldo átti að renna út næsta sumar.
Tilkynnt var um starfslok Ronaldo hjá félaginu í síðasta mánuði í kjölfarið á umtöluðu viðtali Ronaldo hjá Piers Morgan. Samningur Ronaldo átti að renna út næsta sumar.
Zlatan, sem lék með United á árunum 2016-18, er á því að stjórinn Erik ten Hag og Ronaldo hafi sett upp ákveðnar varnir í þessu máli og hafi ekki verið hreinskilnir varðandi brotthvarfið.
Í umræddu viðtali sagði Ronaldo að hann hefði enga virðingu fyrir Ten Hag og gæti ekki borið virðingu fyrir manni sem bæri ekki virðingu fyrir sér. Ten Hag sagði svo að Ronaldo hefði aldrei sagt við sig að hann vildi fara. Zlatan er á því að þeir séu ekki hreinskilnir með hvernig staðan var og því sé erfitt að móta sér skoðun á málinu.
„Hans brotthvarf frá United, ég held að við munum aldrei vita sönnu söguna á bakvið allt saman. Þeir segja það sem þeir vilja segja, Ronaldo segir það sem hann þarf að segja til að vernda sjálfan sig, svo ertu með þjálfarann sem segir hluti til að vernda sig," sagði Zlatan.
„Svo segir félagið eitthvað - annað en ég, ég mun segja þér hvað virkilega gerðist. En allir eru mismunandi. Allir passa upp á ímynd sína. Mér finnst best að vera þú sjálfur. Við munum ekki vita sönnu söguna."
Ronaldo, sem verður 38 ára í febrúar, er í dag mest orðaður við Al Nasr í Sádí-Arabíu.
Athugasemdir