Núna þegar Age Hareide er tekinn við íslenska landsliðinu er áhugavert að líta til baka á viðtal sem Freyr Alexandersson, þáverandi aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, fór í árið 2020.
Freyr ræddi þá við útvarpsþáttinn Fótbolta.net fyrir leik gegn danska landsliðinu. Kasper Hjulmand var þá nýtekinn við danska landsliðinu af Hareide.
„Age er í fyrsta lagi allt öðruvísi manneskja en Kasper. Hann er miklu, ég ætla að leyfa mér að segja, miklu íslenskari," sagði Freyr.
„Hann nær ótrúlega sterkum tengslum við leikmenn sína. Hann hefur þjálfað nokkra leikmenn hjá okkur. Hann elskar þá alla og þeir elska hann allir. Fótbolti hans er einfaldur, hann er skýr og markviss. Hann er sigursælasti þjálfari í sögu Danmerkur en fékk samt ekki framhald á samningi sínum."
Hinn 69 ára gamli Hareide er núna að taka við íslenska landsliðinu og verður það mögulega staðfest í dag. Hann stýrði Noregi einu sinni gegn Íslandi og endaði það í 2-2 jafntefli. Hann stýrði þá Danmörku til 2-0 sigurs gegn Íslandi árið 2016.
Sjá einnig:
Danskur fréttamaður: Age er með sama hugarfar og íslenska liðið
Stend við það sem ég sagði ????
— Freyr Alexandersson (@freyrale) April 14, 2023
Frábær ráðning, mikilvægt að taka rétt skref núna ???????????? https://t.co/dLDypKOe23
Athugasemdir