
Frakkland mætir Argentínu í úrslitum á HM en leikurinn fer fram á sunnudaginn.
Frakkland er ríkjandi heimsmeistari og hefur því tækifæri á því að verja titilinn. Það hefur aðeins gerst tvisvar í sögunni. Það voru Brasilía árin 1958 og 1962 annars vegar og Ítalía árin 1934 og 1938.
Hjá Ítalíu var Vittorio Pozzo þjálfari liðsins í bæði skiptin en það er í eina skiptið hingað til sem sami þjálfarinn ver titilinn.
Dider Deschamps gæti því orðið annar þjálfarinn í sögunni til að gera það ef Frakkland vinnur á sunnudaginn.
Athugasemdir