
Dayot Upamecano er veikur og getur því ekki tekið þátt í leiknum í kvöld. Ibrahima Konate varnarmaður Liverpool kemur inn í hans stað.
Þá er Adrien Rabiot einnig frá vegna veikinda og Youssouf Fofana kemur inn í hans stað.
Lestu um leikinn: Frakkland 2 - 0 Marokkó
Nayef Aguerd og Noussair Mazroui eru klárir í slaginn hjá Marokkó og eru báðir í byrjunarliðinu. Marokkó fer í fimm manna vörn í leiknum í kvöld.
Liðsfélagarnir hjá PSG, Achraf Hakimi og Kylian Mbappe munu takast á í kvöld, Það verður áhugaverður slagur.
Frakkland: Lloris, Kounde, Varane, Konate, T. Hernandez, Griezmann, Tchouameni, Fofana, Dembele, Mbappe, Giroud.
Marokkó: Bounou, Hakimi, El Yamiq, Aguerd, Saiss, Mazraoui, Amrabat, Ziyech, Ounahi, Boufal, En-Nesyri.
Athugasemdir