Ally McCoist, fyrrum landsliðsmaður Skotlands og lýsari á ITV, var hrifinn af frammistöðu Harry Maguire með enska landsliðinu á HM.
Margir efuðust um Maguire eftir erfiða tíma hjá Manchester United og misgóðar frammistöður með landsliðinu að undanförnu. Maguire stóðst allar væntingar og gott betur en það, byrjaði alla leiki Englands átti heilt yfir virkilega gott heimsmeistaramót.
Margir efuðust um Maguire eftir erfiða tíma hjá Manchester United og misgóðar frammistöður með landsliðinu að undanförnu. Maguire stóðst allar væntingar og gott betur en það, byrjaði alla leiki Englands átti heilt yfir virkilega gott heimsmeistaramót.
Hann snýr nú aftur til United en þar er hann ekki með öruggt byrjunarliðssæti. Þeir Lisandro Martínez og Raphael Varane hafa spilað flesta leiki saman á tímabilinu og þá er Maguire einnig í baráttunni við Victor Lindelöf um mínútur.
„Ég held ekki að hann geti farið. Ég fer með þetta lengra - ég held að hann muni fara. Hann mun ekki bara hanga í United - hann vill spila," sagði McCoist á talkSPORT.
„Það er ekkert öruggt að hann komi sér inn í byrjunarlið United, komi sér fram fyrir Varane og Martínez."
„Það er spurning hvaða lið getur fengið hann inn. Ég fæ strax Tottenham upp í huga. Hvað með Arsenal? Kannski ekki akkúrat núna. En hann var einn af bestu leikmönnum Englands á HM," sagði McCoist.
Sjá einnig:
Ten Hag um Maguire: Viljum að hann komi með sömu orku og með enska landsliðinu
Athugasemdir