Real Madrid setur Alexander-Arnold í forgang - Barella orðaður við mörg félög - Tekur Montella við af Ten Hag? - Liverpool horfir á varnarmann Sevilla
   fim 15. júní 2023 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gulli fengið hárblásara frá Rooney - „Berum 100% virðingu fyrir honum"
Gulli á landsliðsæfingu í vikunni.
Gulli á landsliðsæfingu í vikunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rooney.
Rooney.
Mynd: Getty Images
Guðlaugur Victor Pálsson er leikmaður DC United í bandarísku MLS-deildinni. Hann gekk í raðir félagsins síðasta sumar eftir þrjú ár í Þýskalandi.

DC er í 8. sæti Austurdeildarinnar sem er eins og Gulli segir um miðja deild því 15 lið eru í Austurdeildinni. Hann ræddi við Fótbolta.net í gær.

„Gengið er búið að vera fínt, við erum um miðja deild og búinn að vera smá óstöðugleiki hjá okkur. Það eru framfarir, erum að spila flottan fótbolta en þurfum að finna aðeins meiri stöðugleika með úrslitin."

„Ég er búinn að vera spila þar sem hafsent meira og minna og það hefur gengið vel,"
sagði Gulli.

Wayne Rooney, fyrrum leikmaður Manchester United og Everton, er þjálfari DC. „Hann er geggjaður," sagði Gulli og brosti. „Hann er frábær; týpískur enskur þjálfari, frábær maður á mann og er með stórt teymi í kringum sig sem hjálpar honum. Hann veit alveg hvað hann er að gera."

„Við erum búnir að lenda í nokkrum þannig (hárblásurum). Við berum 100% virðingu fyrir honum og hann veit alveg hvað hann er að segja. Ef hann sér að hann sér að menn eru ekki að gera það sem hann er að biðja um verður hann brjálaður yfir því, sem er bara skiljanlegt. Hann er mjög sanngjarn, góður maður og góður þjálfari."

„Mér líður nokkuð vel í DC, það var nokkuð erfitt í byrjun að aðlagast; Kanalífinu. En nú er ég búinn að vera í um það bil ár og þetta hefur klárlega verið upp á við."

„Þýskaland og Bandaríkin er svart og hvítt. Ameríka er svo stór og mikil, svolítið yfirþyrmandi ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég er með eitt og hálft ár eftir og sé mig klára þann samning. Svo veit maður aldrei hvað gerist,"
sagði Gulli að lokum.

Íslenska landsliðið á leik gegn Slóvakíu á Laugardalsvelli á laugardag og hefst leikurinn 18:45.
Athugasemdir