Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 15. desember 2022 16:27
Elvar Geir Magnússon
Mbappe að rétta við orðsporið - „Ekki ósvipað og þegar menn skilja og setja myndir af sér í fjallgöngum á Instagram“
Kylian Mbappe skiptir á treyjum við Achraf Hakimi.
Kylian Mbappe skiptir á treyjum við Achraf Hakimi.
Mynd: EPA
Hinn frábæri fótboltamaður Kylian Mbappe, leikmaður PSG og franska landsliðsins, hefur það orðspor á sér að vera bæði peninga- og valdasjúkur.

Það hefur gustað um hann hjá PSG þar sem hann er á ofurlaunum og margir í París eiga erfitt með að sætta sig við hegðun hans og telja hann ofdekraðan og sjálfselskandi aurapúka.

Á HM í Katar hefur hann hinsvegar sýnt á sér sparihliðarnar og verið hvers manns hugljúfi ofan á það að sýna frábæra frammistöðu.

„Hann er að „rebranda sig“, ekki ósvipað og þegar menn skilja og fara að setja myndir af sér á Instagram í fjallgöngum og með börnin og allt þetta. Ef ég væri að skoða þennan leikmann í fyrsta skipti þá myndi ég halda að hann væri algjör engill, væri bara að spila fyrir hjartað og væri alveg sama um peninga," segir Óðinn Svan Óðinsson, fréttamaður RÚV, í HM hringborðinu.

„Þið getið rétt ímyndað ykkur ábyrgðina að vera spilandi 'director' hjá PSG, hjá Frakklandi er hann bara spilari," segir Davíð Snorri Jónasson.

Fyrir leik Frakklands og Marokkó í gær stökk Mbappe upp í stúku til að biðja áhorfanda afsökunar eftir að hann hafði skotið í hann í upphitun. Eftir leikinn var Mbappe svo að stappa stálinu í Marokkómenn.
HM hringborðið - Þeir bestu leika til úrslita
Athugasemdir
banner
banner