Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
   þri 16. mars 2021 20:44
Brynjar Ingi Erluson
Hólmfríður Magnúsdóttir leggur skóna á hilluna
Hólmfríður Magnúsdóttir átti frábæran knattspyrnuferil en hún hefur ákveðið að kalla þetta gott
Hólmfríður Magnúsdóttir átti frábæran knattspyrnuferil en hún hefur ákveðið að kalla þetta gott
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fríða spilaði 113 landsleiki fyrir Ísland og fór þrisvar á Evrópumótið
Fríða spilaði 113 landsleiki fyrir Ísland og fór þrisvar á Evrópumótið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmfríður Magnúsdóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir farsælan tuttugu ára feril í meistaraflokki. Þetta kemur fram í tilkynningu frá knattspyrnudeild Selfoss í kvöld.

Hólmfríður er fædd árið 1984 og steig ín fyrstu skref í meistaraflokki með KR en hún lék fimm tímabil með liðinu og átti meðal annars stóran þátt í að liðið varð Íslands- og bikarmeistari árið 2002 og svo deildarmeistari aftur ári síðar.

Árið 2004 fór hún í ÍBV og spilaði eitt tímabil með liðinu áður en hún fór aftur heim í KR. Hún tók þá stutt stopp hjá Fjortuna Hjörring árið 2006 og kom aftur til KR þar sem hún varð bikarmeistari í annað sinn.

Hún spilaði með sænska liðinu Kristianstads árið 2009 og fór svo þaðan til Philadelphia Independencence en hún var fimmta í vali í bandarísku ofurdeildinni. Hún lék eitt tímabil með liðinu áður en hún fór aftur heim og að þessu sinni í Val. Hún gerði sex mörk í átta leikjum er liðið hafnaði í 2. sæti deildarinnar og varð þá einnig bikarmeistari.

Fríða ákvað að halda aftur í atvinnumennsku og í þetta sinn til Noregs. Hún lék með Avaldsnes IF í fjögur ár. Á þeim tíma hafnaði liðið tvisvar í öðru sæti og fékk tvö silfur í bikarnum.

Árið 2016 gekk hún til liðs við uppeldisfélagið KR og hjálpaði liðinu að halda sæti sínu í Pepsi-deildinni. Síðustu tvö tímabil á Íslandi hefur nú leikið með Selfyssingum og átti stóran þátt í að liðið varð bikarmeistari í fyrsta sinn á síðasta ári.

Hún tók stutt stop hjá Avaldsnes á síðasta ári þar sem hún skoraði eitt mark í fjórum leikjum áður en hún sneri aftur í Selfoss en nú hefur hún ákveðið að kalla þetta gott og leggja skóna á hilluna.

Hólmfríður spilaði í heildina 186 leiki í deild- og bikar hér á landi og skoraði 134 mörk. Hún fór þrisvar á Evrópumót landsliða með íslenska kvennalandsliðinu og lék 113 landsleiki ásamt því að skora 37 mörk en síðasti leikur hennar var gegn Svíum í október á síðasta ári.

Magnaður ferill að baki hjá Fríðu sem skrifaði sig í sögubækurnar í íslenskum fótbolta.
Athugasemdir
banner
banner
banner