Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   fös 11. apríl 2025 11:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Sigríður Guðmundsdóttir (Þróttur)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyndin með eindæmum.
Fyndin með eindæmum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þær Fanney og Katla árið 2021. Í dag eru þær báðar landsliðskonur.
Þær Fanney og Katla árið 2021. Í dag eru þær báðar landsliðskonur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dómarinn að reyna forðast Sæunni.
Dómarinn að reyna forðast Sæunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Segir brandara sem enginn skilur.
Segir brandara sem enginn skilur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vill fá Söndru Maríu í Laugardalinn.
Vill fá Söndru Maríu í Laugardalinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrirmynd.
Fyrirmynd.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigríður gekk í rðaðir Þróttar fyrir síðasta tímabil og skoraði þrjú mörk í 21 leik á sínu fyrsta tímabili í Laugardalnum. Hún er uppalin hjá Val en hefur einnig leikið með KH og Selfossi. Sigríður á að baki 33 leiki fyrir yngri landsliðin og skoraði í þeim eitt mark.

Miðjumaðurinn á að baki 99 meistaraflokksleiki og hefur í þeim skorað 15 mörk. Fram reyndi í vetur að kaupa Sigríði frá Þrótti en Þróttur hafnaði tilboðinu. Í dag sýnir hún á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Sigríður Theódóra Guðmundsdóttir

Gælunafn: Er eiginlega alltaf kölluð Sigga

Aldur: nýorðin tvítug

Hjúskaparstaða: í sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnisstætt úr leiknum: Spilaði fyrsta meistaraflokksleikinn með Val árið 2020, það var æfingaleikur á móti ÍBV. Það sem er minnisstætt úr í leiknum var að ég kom inn á fór aftur útaf og kom svo aftur inn á.

Uppáhalds drykkur: Blár Collab

Uppáhalds matsölustaður: Saffran

Uppáhalds tölvuleikur: subway surfes

Áttu hlutabréf eða rafmynt: nei því miður

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Missi aldrei af kvöldfréttum RÚV

Uppáhalds tónlistarmaður: Adele

Uppáhalds hlaðvarp: Fm95blö

Uppáhalds samfélagsmiðill: Tiktok eða instagram

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: fotbolti.net

Fyndnasti Íslendingurinn: Emelía Óskarsdóttir

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: „Er á ljósunum fyrir ofan þrótt” frá mömmu sem var að sækja mig á æfingu

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: aldrei segja aldrei

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Vicky Lopez, þegar við vorum í u17 að spila á móti Spáni, hún er að kónga yfir sig í Barcelona núna

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Hef verið mjög heppin með þjálfara, en Óli er mjög góður. Verð líka að nefna Arnar Pál Garðarsson.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Það getur verið óþolandi að mæta Katie Cousins á æfingum

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Dóra María

Sætasti sigurinn: Á móti Svíþjóð með U19 þegar að við komum okkur á EM eða í fyrra með Þrótti á móti Stjörnunni þegar við rétt náðum í efri hlutann og Sóley hafsent með besta slútt sem ég hef séð á 90+2.

Mestu vonbrigðin: Líklegast tímabilið með Selfossi 2023

Uppáhalds lið í enska: Liverpool

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Myndi velja Söndru Maríu

Efnilegasti fótboltamaður/kona landsins: Verð að segja vinkonur mínar Katla Tryggva og Fanney Inga þær eru að vísu að verða smá gamlar og of góðar fyrir titilinn efnilegar.

Fallegasti fótboltamaðurinn á Íslandi: Hólmar Örn

Fallegasta fótboltakonan á Íslandi: Álfhildur Rósa Kjartansdóttir

Besti fótboltamaðurinn frá upphafi: Lionel Messi

Uppáhalds staður á Íslandi: Líklegast Laugarás, eigum bústað þar

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar ég var að spila í fyrsta sinn sem bakvörður í leik með Val og tók tvö bandvitlaus innköst án þess samt að vita af því, svo erum við að fagna marki og þá kemur dómarinn til mín og segir við mig ef ég tek þriðja vitlausa innkastið þá væri ég búin í dag, er ennþá að reyna að átta mig á því hvað hún átti við með því.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Reima alltaf vinstri fyrst

Fyrir utan fótbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum: Ég kem úr mikilli handbolta fjölskyldu þannig við horfum mikið á handbolta heima.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: nike phantom

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Enskan var aldrei mín sterkasta grein

Vandræðalegasta augnablik: Þau eru of mörg, ekkert eitt sem kemur upp í hugann

Hvaða þremur leikmönnum byðir þú í mat og af hverju: Ég myndi allan daginn bjóða Þórdísi Elvu, Unni Dóru og Sæunni, það myndi líklegast aldrei koma þögn og alltaf stutt í hlátur.

Bestur/best í klefanum og af hverju: Sætisfélagar mínir Kristrún og Unnur Dóra eru bara fyndnastar en stórfurðulegar á sama tíma og Unnur alltaf að segja einhverja brandara sem að enginn skilur. Verð samt líka að nefna Freyju, það nær engri átt hvað hún getur verið fyndin.

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Myndi setja Brynju Rán í Love island í fyrsta lagi er hún allur pakkinn og myndi líklegast vinna þáttinn í öðru lagi er hún með svo góðan enskan hreim.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: er með ofsahræðslu við ketti

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Sæunn Björnsdóttir, ég var smá hrædd við hana þegar ég kom í Þrótt en svo er þetta bara mesta toppkona sem ég hef kynnst.

Hverju laugstu síðast: að ég hafi tekið til inni hjá mér - gerist aðeins of sjaldan

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: færa mörkin

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Jude Bellingham um mynd og treyju

Einhver skilaboð til stuðningsmanna fyrir sumarið: Vil bara sjá alla Þróttara halda áfram að mæta og láta vel í sér heyra og hjálpa okkur að gera þetta sumar geggjað
Athugasemdir
banner