Byrjunarlið og uppstilling Tottenham fyrir Evrópuleikinn gegn Eintracht Frankfurt lak út. Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, segir að það sé leki innan félagsins en telur sig hafa fundið sökudólginn.
„Það er enginn vafi á því að það er leki innan félagsins. Einhver heldur áfram að leka út upplýsingum og hefur verið að gera það allt tímabilið. Ég skil ekki ástæðuna því þetta gerir starf okkar enn erfiðara. Það hjálpar okkur ekki og þú vilt ekki rétta andstæðingum okkar hjálparhönd," segir Ange Postecoglou.
„Við höfum þrengt hringinn. Ég tel mig vera kominn með skýra mynd hvaðan lekinn kemur. Við munum leysa þetta mál. Þetta hjálpar okkur ekki á leikdögum. Maður vill að allir í okkar herbúðum vinni með okkur en ekki á móti okkur."
Tottenham gerði 1-1 jafntefli í fyrri leik sínum gegn Frankfurt og mætir Úlfunum í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag.
Athugasemdir