Valur hefur að undanförnu reynt að kaupa Úlfu Dís Kreye Úlfarsdóttur frá Stjörnunni. Valur lagði samkvæmt heimildum Fótbolta.net fram 2,5 milljóna tilboð í Úlfu Dís en Stjarnan hafnaði því tilboði.
Það er mjög há upphæð í kvennaboltanum og ljóst að Úlfa hefði orðið ein sú dýrasta, ef ekki hreinlea sú dýrasta, sem hefði farið milli íslenskra félaga. Þetta var ekki fyrsta tilboðið sem Valur lagði fram í Úlfu Dís.
Það er mjög há upphæð í kvennaboltanum og ljóst að Úlfa hefði orðið ein sú dýrasta, ef ekki hreinlea sú dýrasta, sem hefði farið milli íslenskra félaga. Þetta var ekki fyrsta tilboðið sem Valur lagði fram í Úlfu Dís.
Valur er í leit að leikmanni til að fylla í skarð Ísabellu Söru Tryggvadóttur sem seld var frá bikarmeisturunum til sænsku meistaranna í Rosengård í síðasta mánuði.
Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar, var spurður út í þetta í Niðurtalningunni hér á Fótbolta.net á dögunum. Stjarnan vill auðvitað halda Úlfu.
„Korteri í mót finnst mér þetta afar sérstakt. Þetta er bara fótbolti, ekkert persónulegt í þessu frá Kristjáni (Guðmundssyni, núverandi þjálfara Vals og fyrrum þjálfara Stjörnunnar). Hann veit að þarna er verulega sterkur leikmaður. Það er öllum frjálst að gera tilboð í leikmenn," sagði Kalli.
„Við erum alveg til í að skoða það ef þau svona þrefalda tilboðið," sagði Kalli léttur.
„Það er heiður fyrir Úlfu Dís að það sé verið að fylgjast með henni. Hún á það skilið, hefur staðið sig frábærlega. Þetta er góður stimpill á hennar frammistöðu og hvatning að hún haldi áfram að sýna hvað hún er sterk."
Úlfa Dís skoraði sjö mörk í átján leikjum fyrir Stjörnuna í Bestu deild kvenna í fyrra. Hún er fædd 2001 og á fjóra unglingalandsleiki. Hún er svo sannarlega leikmaður sem gæti blómstrað í sumar.
„Núna er hún búin að vera með okkur heilt undirbúningstímabil sem hefur ekki gerst áður. Það er mjög gaman að sjá hana vaxa. Hún er frábær leikmaður," sagði Anna María Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, en Úlfa hefur verið í háskóla í Bandaríkjunum síðustu árin.
Athugasemdir