Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
Einbeitingin hjá Augnabliki fer á deildina: „Er það ekki klassíkin?"
Jóhann Birnir: Fagmannlega gert hjá okkur
Nik: Krossum fingur að hún geti spilað í sumar
Kristján Guðmunds: Fundum það bara strax og leikurinn byrjaði
Tekið mjög vel í Víkinni - „Þjálfarar hafa mismunandi skoðanir"
Ekkert sem heillaði eins og FH - „Hugurinn leitaði heim eftir það"
Ingibjörg: Ég skil ekki alveg hvað var í gangi
Cecilía Rán: Skiptir sköpum að hafa svona gæðaleikmann
Steini: Er ráðinn til þess að taka erfiðar ákvarðanir
Karólína: Einhver skrítnasti leikur sem ég hef á ævinni spilað
Valdimar: Smá fyrsti leikurinn stemming
Örvar Eggerts: Sýndist hann vera kominn allur inn
Láki Árna: Fannst vanta gæði hjá okkur
Sölvi: Helgi Mikael hikar ekkert við að rífa upp rauða gegn Víkingum
Heimir Guðjóns: Marklínutæknin ætti auðvitað að vera löngu komin hingað
Jökull: Tilfinningin sú að menn flaggi ekki svona nema þeir séu vissir
Nýjung fyrir Dagnýju - „Varla hægt að tala saman þarna"
Karólína létt: Fyrst og fremst lélegt að þú hafir ekki vitað það eftir leik
Sveindís til Man Utd? - „Ég ætla ekki að fara að nefna neitt"
Dean Martin: Búnir að undirbúa okkur í sex mánuði og vorum klárir
   fös 11. apríl 2025 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tekið mjög vel í Víkinni - „Þjálfarar hafa mismunandi skoðanir"
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir.
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir.
Mynd: Víkingur
Þórdís var stórkostleg með Val sumarið 2022 þar sem liðið vann tvöfalt.
Þórdís var stórkostleg með Val sumarið 2022 þar sem liðið vann tvöfalt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með Val í fyrra.
Í leik með Val í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingsliðið hafnaði í þriðja sæti Bestu deildarinnar síðasta sumar.
Víkingsliðið hafnaði í þriðja sæti Bestu deildarinnar síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er bara góð. Ég er spennt fyrir tímabilinu," segir Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir sem gekk á dögunum í raðir Víkings frá Val.

„Stelpurnar eru frábærar og hafa tekið mér mjög vel. Þjálfararnir eru það líka og hafa mikla trú á liðinu öllu. Þetta er bara spennandi."

Þórdísi var frjálst að fara frá Val og var áhuginn á henni mikill. Nokkur félög í Bestu deildinni sýndu henni áhuga en hún valdi að ganga í raðir Víkings.

„Ég hafði úr einhverju að velja en þegar ég átti spjall við John (Andrews, þjálfara Víkinga), þá var valið aldrei erfitt. Hann hafði mikið um það að segja um hvaða ákvörðun ég tók. Stelpurnar tóku vel á móti mér og hópurinn er mjög góður, umhverfið er líka skemmtilegt. Markmiðið og stefnan hjá félaginu er áhugaverð og eitthvað sem ég vil taka þátt í."

Alveg erfitt að fara frá Val
Þórdís á að baki 149 leiki í efstu deild og hefur í þeim skorað 30 mörk. Hér á landi hefur hún spilað með Breiðabliki, Stjörnunni, Þór/KA, KR og Val. Þórdís á einnig að baki tvo A-landsleiki. Hún hafði leikið með Val frá 2022 og átti þar mjög góðan tíma.

„Það er alveg erfitt að fara frá Val. Ég var mjög náin stelpunum og hafði verið þarna frá 2022, unnið nokkra titla. Það var erfitt en á sama tíma gott að vera komin í gott umhverfi með góða þjálfara," segir Þórdís.

Hún fékk skilaboð um að hún væri ekki í plönum nýrra þjálfara Vals.

„Þetta gerðist alveg ágætlega hratt. Ég var bara ekki í plönum hjá þjálfurunum og ég virði það. Svo kom það bara upp að önnur félög vissu af þessu og höfðu samband. Ég ræddi við nokkur félög og þetta var niðurstaðan."

Var erfitt að heyra það að þú værir ekki í plönum nýrra þjálfara?

„Það er ekki gaman að heyra það en svona er það bara. Þjálfarar hafa mismunandi skoðanir og sýn á hlutina. Ég tek því bara," segir Þórdís en hún átti líklega sitt besta tímabil á ferlinum árið 2022 með Val er liðið vann tvöfalt. Hún var stórkostleg í því liði.

„Árið 2022 var mjög skemmtilegt, alveg ótrúlega gaman og mjög mikil liðsheild. Þjálfarateymið var mjög gott. Pétur (Pétursson) er einstakur þjálfari sem náði því besta úr öllum. Ég mun alltaf muna eftir því tímabili."

Sleit krossband í annað sinn
Þórdís missti af öllu tímabilinu 2023 vegna meiðsla og sneri til baka á síðasta tímabili. Hvernig hefur gengið að koma til baka eftir meiðslin?

„Þetta er í annað skiptið þar sem ég slít krossband og það er sárt. Þetta tekur eiginlega meira á andlegu hliðina en þá líkamlegu. Það var erfitt að koma til baka, þetta er þolinmæði," segir Þórdís.

„Það er erfitt að koma til baka rétt fyrir tímabil og ná ekki undirbúningstímabilinu. En það gerir mann bara sterkari."

„Þetta var mikið sjokk og hvað þá eftir svona gott tímabil. Þetta er í annað skipti þar sem ég verð Íslandsmeistari og slít krossband eftir það. Ákveðinn skellur. Maður hafði reynslu af þessu og vann með það," sagði þessi öflugi leikmaður.

Held að þetta verði áhugavert sumar
Víkingur hafnaði í þriðja sæti Bestu deildarinnar á síðustu leiktíð og Þórdís er spennt fyrir komandi sumri með nýju liði.

Mér líður bara vel og ég hef verið að æfa síðan seinasta tímabil kláraðist. Ég er mjög spennt og finn að við náum vel saman allar, og erum að tengja. Ég held að þetta verði áhugavert sumar."

Eruð þið búin að setja ykkur eitthvað markmið?

„Við erum búin að því. Stefnir maður ekki alltaf á toppinn? Annars væri ekkert gaman að þessu. Ég held að þetta verði jafnt," sagði Þórdís að lokum en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir