Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   fös 11. apríl 2025 15:00
Fótbolti.net
Skrítið að þær hafi báðar fengið núll mínútur
Icelandair
Katla Tryggvadóttir.
Katla Tryggvadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Amanda Andradóttir.
Amanda Andradóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir leikinn gegn Noregi á dögunum.
Eftir leikinn gegn Noregi á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það vakti athygli að hvorki Amanda Andradóttir né Katla Tryggavdóttir komu við sögu í landsleiknum gegn Sviss á dögunum.

Ísland var einum fleiri í rúmlega 20 mínútur og var staðan þá jöfn, 3-3. Amanda og Katla eru sterkir leikmenn sóknarlega en fengu ekki að koma inn á í leiknum. Báðar fengu þær núll mínútur í þessu verkefni; komu ekki heldur við sögu gegn Noregi.

„Þú ert með Amöndu og Kötlu á bekknum, frekar einstaka leikmenn. Með fullri virðingu fyrir Hafrúnu Rakel og hennar hæfileikum, þá er þetta að mínu mati ekki leikurinn sem hún á að koma inn í," sagði Magnús Haukur Harðarson í landsliðshlaðvarpi á dögunum.

„Ísland er einum fleiri í 20+ mínútur. Steini á eina skiptingu á eftir og er með bæði Amöndu og Kötlu á bekknum. Karólína Lea fer út af á 87. mínútu og á þessum tímapunkti að setja ekki Amöndu eða Kötlu inn á, er það ekki svolítið skrítið?" sagði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson.

Hildur Antonsdóttir kom inn á fyrir Karólínu Leu en hún er kannski ekki þessi skapandi leikmaður sem vantaði í leikinn á þessum tímapunkti.

„Tímapunkturinn sem hann átti að setja aðra þeirra inn á var beint eftir rauða spjaldið og keyra á þetta," sagði Sverrir Örn Einarsson. „Sigurinn var þarna til þess að ná í hann."

„Í lokin hefði ég viljað vera með þær báðar inn á vellinum," sagði Guðmundur.

„Já, algjörlega. Í þessum fullkomna heimi. Líka bara, hvaða skilaboð eru þetta til þeirra tveggja? Þær eiga ekki breik í fyrstu ellefu og eru ekki nálægt því að vera fyrstu leikmenn inn af bekk. Það eru vonbrigði að klára ekki leikinn," sagði Magnús.

Katla, sem er 19 ára, er á sínu öðru tímabili með Kristianstad í Svíþjóð og er í stóru hlutverki þar. Félög í stærri deildum eru með augastað á henni. „Að hún fái ekki stærra hlutverk í þessum tveimur leikjum finnst mér bara mjög skrítið," sagði Guðmundur.

„Ef við horfum fram í tímann er þetta framtíðarstjarna í íslenska landsliðinu. Við vitum hvað hún getur en það þarf að blóðga leikmenn til að koma þeim almennilega af stað," sagði Sverrir en að sama skapi var talað um að Amanda hefði átt að fá stærra hlutverk í þessum leikjum.

„Ég kalla eftir því að við notum okkar hæfileikaríkustu leikmenn. Við þurfum að finna hlutverk fyrir þær," sagði Magnús Haukur.

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, var spurður út í Amöndu og Kötlu eftir leik. Hann sagði að þær hefðu verið báðar heilar. Sá hann eftir því að hafa ekki sett þær inn á?

„Nei, þetta eru ákvarðanir sem ég tók. Það fylgir því alltaf að einhverjir leikmenn eru fúlir að spila ekki. Þannig er það bara," sagði Steini og bætti við að þær hefðu verið báðar heilar.
Steini: Er ráðinn til þess að taka erfiðar ákvarðanir
Frábær þrenna, tvö stig og einn rosalega skrítinn leikur
Athugasemdir
banner
banner