Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   fös 11. apríl 2025 13:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þróttur sigraði Víking í síðasta leik fyrir mót - Frábær afgreiðsla
Freyja Karín.
Freyja Karín.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur 1 - 0 Víkingur
1-0 Freyja Karín Þorvarðardóttir ('45)

Þróttur og Víkingur mættust í æfingaleik á AVIS-vellinum í Laugardal í gær. Liðin eru að undirbúa sig fyrir Bestu deildina sem hefst í næstu viku.

Eina mark leiksins kom í lok fyrri hálfleiksins en þá skoraði Freyja Karín frábært mark eftir góða stungusendingu Katie Cousins. Afgreiðslu Freyju má sjá hér að neðan.

Þrótturum er hér á Fótbolti.net spáð 4. sætinu í sumar en Víkingum er spáð einu af efstu þremur sætunum.

Þróttur tekur á móti nýliðum Fram í 1. umferðinni næsta þriðjudag og Víkingur fær Þór/KA í heimsókn á miðvikudag.


Athugasemdir
banner
banner