Þróttur 1 - 0 Víkingur
1-0 Freyja Karín Þorvarðardóttir ('45)
1-0 Freyja Karín Þorvarðardóttir ('45)
Þróttur og Víkingur mættust í æfingaleik á AVIS-vellinum í Laugardal í gær. Liðin eru að undirbúa sig fyrir Bestu deildina sem hefst í næstu viku.
Eina mark leiksins kom í lok fyrri hálfleiksins en þá skoraði Freyja Karín frábært mark eftir góða stungusendingu Katie Cousins. Afgreiðslu Freyju má sjá hér að neðan.
Þrótturum er hér á Fótbolti.net spáð 4. sætinu í sumar en Víkingum er spáð einu af efstu þremur sætunum.
Þróttur tekur á móti nýliðum Fram í 1. umferðinni næsta þriðjudag og Víkingur fær Þór/KA í heimsókn á miðvikudag.
Byrjunarlið okkar Víkinga í kvöld er klárt. Leikurinn er að byrja á YouTube rás VíkingurTV hér : https://t.co/dfLzaH9MBq pic.twitter.com/BLtCVt3wVF
— Víkingur (@vikingurfc) April 10, 2025
Athugasemdir