Lögreglan í Brasilíu er með til rannsóknar ásakanir konu í garð fótboltamannsins Dimitri Payet. Konan, sem er lögfræðingur, heitir Larissa Ferrari og sakar Payet um að hafa beitt sig líkamlegu og andlegu ofbeldi.
Hún segir Payet hafa neitt sig til að drekka eigið hland og sleikja gólfið auk þess að hafa hrint sér og traðkað á sér.
Hún segir Payet hafa neitt sig til að drekka eigið hland og sleikja gólfið auk þess að hafa hrint sér og traðkað á sér.
Payet er 38 ára og er fyrrum leikmaður West Ham en hann spilar í dag fyrir Vasco Da Gama í Rio de Janeiro. Eiginkona hans, Ludivine, býr í Frakklandi ásamt börnum þeirra.
Larissa segist hafa verið í sambandi með Payet í sjö mánuði og segir hann hafa verið 'einmana' í Brasilíu. Samband þeirra hófst í ágúst í fyrra en hún segir að ofbeldið hafi hafist eftir að þau lentu í rifrildi í desember.
Payet hefur enn ekkert tjáð sig um ásakanirnar en eins og áður segir er málið á borði lögreglunnar í Brasilíu.

Larissa Ferrari.
Athugasemdir