Ruben Amorim til Man City? - Alphonso Davies á óskalista Man Utd - Verðmiðinn á Antony - Barcelona á eftir tveimur leikmönnum Chelsea
   mið 16. október 2024 16:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Matti: Langar að enda ferilinn á mínum eigin forsendum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur tilkynnti í dag að Matthías Vilhjálmsson væri búinn að framlengja samning sitt við félagið um eitt ár. Hann er nú samningsbundinn út næsta tímabil.

Matthías er á sínu öðru tímabili í Víkinni en hefur einungis komið við sögu í einum leik síðan í júlí vegna meiðsla.

Reynsluboltinn meiddist í lok júlí, sneri til baka í úrslitaleik Mjólkurbikarsns en meiddist aftur og verður ekki meira með á Íslandsmótinu.

Hann setti inn færslu á Facebook í kjölfar tíðinda dagsins.

„One more year. Í fyrsta lagi þá líður mér mjög vel í Víkinni og þykir mjög vænt um leikmannahópinn. Í öðru lagi að þá eru það algjör forréttindi fyrir mig að fá að læra af þjálfarateyminu á þeim stað á ferlinum sem ég er á í dag. Og í síðasta lagi þá tel ég mig hafa ennþá helling fram á að færa og langar að enda ferilinn á mínum eigin forsendum . Beast mode loading," skrifar Matti í opinni færslu.
Athugasemdir
banner