Ruben Amorim til Man City? - Alphonso Davies á óskalista Man Utd - Verðmiðinn á Antony - Barcelona á eftir tveimur leikmönnum Chelsea
   mið 16. október 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meiðslamartröð Malacia næstum því á enda
Tyrell Malcia.
Tyrell Malcia.
Mynd: Getty Images
Meiðslamartröð Tyrell Malacia fer senn að ljúka en það er vonast til að hann snúi aftur á völlinn áður en október klárast.

Erik ten Hag fékk vinstri bakvörðinn frá Feyenoord þegar hann tók við liðinu fyrir tveimur árum.

Á þessum tíma hefur vinstri bakvörðurinn glímt við erfið og flókin hnémeiðsli.

Malacia hefur aðeins spilað 39 leiki fyrir United, þar af 22 í deild, en síðast lék hann með liðinu í lokaumferðinni í úrvalsdeildinni í maí á síðasta ári.

Samkvæmt fjölmiðlum í Hollandi er Malacia byrjaður að æfa á fullu og næstum því tilbúinn að spila.
Athugasemdir