Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mið 16. október 2024 15:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Matti Villa tekur eitt ár í viðbót með Víkingi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur tilkynnti í dag að Matthías Vilhjálmsson væri búinn að skrifa undir eins árs framlengingu á samningi sínum við Víking. Hann er því samningsbundinn félaginu út næsta tímabil.

Matthías er á sínu öðru tímabili með Víkingi en hann kom frá FH fyrir síðasta tímabil og varð bæði Íslands- og bikarmeistari með liðinu í fyrra.

Hann var í nokkuð stóru hlutverki framan af tímabilinu í ár. Hann meiddist í lok júlí og var frá í tvo mánuði, sneri til baka í bikarúrslitaleiknum en meiddist þá aftur í tvo mánuði.

„Matti er fyrirmyndar fagmaður (e. model professional) og hefur eitthvað að sanna eftir frábært fyrsta tímabil. Hann hefur verið mikilvægur partur af Víkingsliðinu síðastliðin 2 ár og og hann er mikil fyrirmynd fyrir okkar yngri leikmenn," er haft eftir Kára Árnasyni, yfirmanni fótboltamála hjá Víkingu, í tilkynningu félagsins.

Matthías er 37 ára sóknarsinnaður miðjumaður sem leikið hefur með BÍ, FH, Colchester, Start, Rosenborg, Vålerenga og Víkingi á sínum ferli. Hann á að baki 15 leiki og tvö mörk fyrir landsliðið.

Hann hefur fimm sinnum orðið Íslandsmeistari og unnið bikarinn tvisvar á Íslandi. Í Noregi vann hann deildina fjórum sinnum og bikarinn þrisvar.
Athugasemdir
banner
banner