Ruben Amorim til Man City? - Alphonso Davies á óskalista Man Utd - Verðmiðinn á Antony - Barcelona á eftir tveimur leikmönnum Chelsea
   mið 16. október 2024 15:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gary Martin gefst upp og segist vera orðinn Íslendingur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn litríki Gary Martin sem hefur spilað lengi hér á Íslandi segir í færslu á X að hann sé formlega orðinn Íslendingur.

Gary er enskur framherji sem kom fyrst til Íslands árið 2010 og spilaði með ÍA. Hann hefur einnig spilað með KR, Víkingi Reykjavík, Val, ÍBV, Selfossi og Víkingi Ólafsvík hér á landi.

Hann er ekki hrifinn af því að Þjóðverji sé tekinn við sem þjálfari enska landsliðsins. Thomas Tuchel var í dag tilkynntur sem nýr þjálfari enska landsliðsins og tekur formlega við eftir áramót.

„England með þýskan stjóra, það er kornið sem fyllir mælinn. Opinberlega er ég orðinn Íslendingur, takk," skrifar Gary.

Hann er ekki með samning fyrir næsta tímabil og gæti verið búinn að spila sinn síðasta leik á Íslandi.


Athugasemdir
banner
banner