Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
   fös 17. nóvember 2023 19:58
Ívan Guðjón Baldursson
Birkir Ingi til KFA (Staðfest) - Mike, Jói og lykilmenn framlengja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KFA átti góðu gengi að fagna í 2. deild karla í sumar en rétt missti af sæti í Lengjudeildinni eftir fjörugar lokaumferðir.

Það var svekkjandi endir á flottu tímabili undir stjórn Mikael Nikulássonar og Jóhanns Ragnars Benediktssonar, sem eru báðir búnir að framlengja samninga sína við félagið. Þeir verða því hjá KFA út næstu leiktíð hið minnsta.

Auk þeirra er KFA búið að semja við sjö leikmenn meistaraflokks, þar sem Marteinn Már Sverrisson gerði tveggja ára samning eftir að hafa verið í algjöru lykilhlutverki í ár.

Geir Sigurbjörn Ómarsson, Esteban Selpa, Zvonimir Blaic, Patrekur Aron Grétarsson, Dagur Þór Hjartarson framlengja þá samninga sína við félagið um eitt ár.

Auk þess hefur Birkir Ingi Óskarsson samið við KFA til eins árs eftir að hafa komið upp úr uppeldisstarfinu hjá Þór á Akureyri, þar sem hann kom við sögu í einum leik í Lengjudeildinni í sumar.

Birkir Ingi er fæddur 2004 og verður áhugavert að fylgjast með honum taka stökkið upp í meistaraflokk.

„Stjórn KFA er stolt að geta tilkynnt svona marga menn í einu og hlakka til næstkomandi sumars með þá Mike og Jóa við stjórnvölinn," segir meðal annars í tilkynningu frá KFA.
Athugasemdir
banner
banner
banner