Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 18. júlí 2020 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
David James flýgur frá Íslandi með sigurleik á bakinu
Í heimsókn hjá vini sínum Hermanni Hreiðarssyni
David James með sigurreifum Þrótturum.
David James með sigurreifum Þrótturum.
Mynd: Aðsend
Fyrrum enski landsliðsmarkvörðurinn David James var mættur á varamannabekkinn hjá Þrótti Vogum í 2. deildinni í gær.

James og Hermann Hreiðarsson, þjálfari Þróttar, eru miklir félagar. Þeir léku saman með Portsmouth á Englandi og hafa starfað saman eftir að þeir lögðu skóna á hilluna. Hermann fékk James eftirminnilega til ÍBV árið 2013 og störfuðu þeir saman hjá Kerala Blasters á Indlandi árið 2018 þar sem James var aðalþjálfari og Hermann aðstoðarþjálfari.

Hermann og James stýrðu Þrótti til sigurs gegn Selfossi á heimavelli í gær, 1-0, en ekki er hægt að gera ráð fyrir því að James verði í fleiri leikjum hjá liðinu. Hann kom til Íslands í frí og til að hitta vin sinn Hermann. Hann nýtti tímann á Íslandi til að vera viðloðandi lið Þróttar í Vogum.

„Hann er í heimsókn hjá Hemma og endaði hana á þessum leik. Mér skilst að hann sé að fara aftur eftir helgi," sagði Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri Þróttar, þegar fréttamaður Fótbolta.net spurði hann út í málið.

„Þetta er auðvitað bara skemmtilegt fyrir alla sem koma að félaginu."

Hermann, sem er fyrrum landsliðsmaður, tók við Þrótti fyrir rúmri viku síðan eftir að hafa þar áður verið aðstoðarþjálfari Southend í Englandi.

Þróttur hefur farið vel af stað eftir að Hemmi tók við og unnið fyrstu tvo leiki sína undir stjórn hans, gegn Völsungi á útivelli og gegn Selfossi í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner