Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 18. október 2022 15:25
Enski boltinn
Myndband klippt af innkomu Nunez - „Ruglaður gæi, ég elska hann"
Darwin Nunez.
Darwin Nunez.
Mynd: Getty Images
Klopp og Nunez.
Klopp og Nunez.
Mynd: EPA
Darwin Nunez, sóknarmaður Liverpool átti ansi áhugaverða innkomu í leik Liverpool og Man City á sunnudaginn.

Neðst í fréttinni má sjá brot af því besta hjá honum í leiknum.

Nunez hefur fengið nokkra gagnrýni fyrir sína innkomu, en hún hefði örugglega verið talsvert verri ef Liverpool hefði misst leikinn niður í jafntefli eða tap.

„Þetta hlýtur að vera einn mesti skemmtikrafturinn í þessari deild," sagði Arnar Laufdal, stuðningsmaður Liverpool, í hlaðvarpinu Enski boltinn í gær.

„Auðvitað átti hann að gefa boltann í þessu fræga augnabliki, þegar þeir voru í þrír á einn stöðu. Jota var samt ekki að gera honum neinn greiða með því að loka eiginlega sendingarleiðinni á Salah. Þrír á einn, hann fer í skotið. Hann sér bara markið þessi gæi."

„Ég held að Klopp hafi ekki verið rosalega ánægður með hann á þessu augnabliki," sagði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson.

„Ég skil það bara vel. Hann átti auðvitað að gefa hann. Þetta er ruglaður gæi, ég elska hann. Það er eins og hann hafi byrjað að æfa fótbolta 18 ára. Hann er mjög hrár. Hann fer í þriggja leikja bann gegn Palace og við það höktar hann. Við erum að reyna að koma honum í gang," sagði Arnar sem hefur trú á þeim úrúgvæska.

Nunez var keyptur fyrir 64 milljónir punda (gætu orðið 85 milljónir punda) frá Benfica í sumar. Hann fer hægt af stað og það verður fróðlegt að sjá hvernig leikur hans mun þróast í þessu Liverpool liði.

Sjá einnig:
Sóli segir lúða klippa myndbönd af Nunez - „Hann er skrímsli"

@yerryminathegoat never seen such a bad footballer 😭 100m btw #DidYouYawn #football #soccer #lfc #nunez #ennervalencia ♬ original sound - Harvey

Enski boltinn - Í draumalandi Laufdalsins
Athugasemdir
banner
banner