Íþróttafréttamaðurinn Valtýr Björn Valtýsson er stundum kallaður guðfaðir ítalska boltans á Íslandi.
Valtýr hefur um margra ára skeið fylgst vel með ítölsku deildinni og lýst henni í sjónvarpi.
Valtýr hefur um margra ára skeið fylgst vel með ítölsku deildinni og lýst henni í sjónvarpi.
Það var því vel við hæfi að Elvar Geir og Tómas Þór hringdu í Valtý og ræddu við hann um þá staðreynd að Ítalía náði ekki að komast í lokakeppni HM í fyrsta sinn síðan 1958.
Valtýr viðurkenndi að hafa verið ansi pirraður og skellir skuldinni á þjálfarann Giampiero Ventura og forseta ítalska knattspyrnusambandsins, Carlo Tavecchio.
Hlustaðu á viðtalið við Valtý, sem var í útvarpsþættinum Fótbolti.net, í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir