Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 19. október 2022 23:24
Ívan Guðjón Baldursson
Darwin Nunez bætti hraðamet ensku úrvalsdeildarinnar
Mynd: EPA

Darwin Nunez skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Liverpool gegn West Ham fyrr í kvöld og var valinn maður leiksins af Sky Sports.


Nunez átti flottan leik og komst nálægt því að bæta við öðru marki en honum tókst þó að bæta eitt met í leiknum.

Hann bætti hraðamet ensku úrvalsdeildarinnar sem Kyle Walker setti í júní 2020, þegar hann mældist á 37,8km hraða.

Nunez mældist á 38km hraða gegn Hömrunum í kvöld samkvæmt hlaupatölum ensku úrvalsdeildarinnar. Portúgalski miðillinn A Bola greinir frá þessu í kvöld.

Liverpool keypti Nunez í sumar fyrir 75 milljónir evra sem gætu hækkað upp í 100 milljónir verði ákveðnum markmiðum mætt. Nunez fór hægt af stað en er núna búinn að skora þrjú mörk í síðustu þremur byrjunarliðsleikjum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner