Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 19. október 2022 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segir íslenskan fótbolta þurfa að finna lausn - „Ekkert í gangi fyrir þessa stráka"
Þar finnst mér við vera langt á eftir öðrum þjóðum, það er ekkert í gangi varðandi það hjá okkur.
Þar finnst mér við vera langt á eftir öðrum þjóðum, það er ekkert í gangi varðandi það hjá okkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ef ég hugsa út frá Keflavík þá væri betra ef við gætum lánað okkar leikmenn í varaliðið, þar spila þeir í deildarkeppni.
Ef ég hugsa út frá Keflavík þá væri betra ef við gætum lánað okkar leikmenn í varaliðið, þar spila þeir í deildarkeppni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgeir Páll er 22 ára bakvörður sem komið hefur við sögu í þrettán leikjum í sumar. Einungis fjórum sinnum hefur hann spilað níutíu mínútur.
Ásgeir Páll er 22 ára bakvörður sem komið hefur við sögu í þrettán leikjum í sumar. Einungis fjórum sinnum hefur hann spilað níutíu mínútur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það þarf að vinna þetta þannig að öll félög séu sátt og því þarf að halda málþing um þetta eða fjalla vel um þessar tillögur
Það þarf að vinna þetta þannig að öll félög séu sátt og því þarf að halda málþing um þetta eða fjalla vel um þessar tillögur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, ræddi við Fótbolta.net um helgina eftir leik Keflavíkur og FH. Keflavík hefur efir að deildinni var tvískipt ekki haft að neinu að keppa í deildinni, sætið öruggt og liðið gat hæst endað í sjöunda sæti deildarinnar.

Siggi Raggi var spurður út í breytt fyrirkomulag og í svari hans kom hann inn á annað sem hann vill breyta í íslenskum fótbolta. Breytta fyrirkomulagið er á þá leið að spiluð er hefðbundnar 22 umferðir þar sem öll lið mætast heima og heiman en svo er deildinni tvískipt, sex efstu liðin mætast svo innbyrðist í baráttu um meistaratitilinn og Evrópusæti en neðstu sex berjast um að fall ekki niður um deild.

Erfitt að finna gulrót
„Það er fínt að fá fleiri leiki en það er ekki gott ef að mótið er eins og það er núna, það er slatti af liðum sem höfðu ofboðslega lítið um að keppa. Við og Fram höfðum ekki mörg tól til að mótivera leikmennina okkar, auðvitað vill maður alltaf vinna leiki en það er þetta litla extra sem þú þarft þegar þú ert að keppa um mikilvægt markmið. Núna erum við bara búnir að vera keppast um að vera áfram í sjöunda sætinu og náum ekkert hærra. Það er erfitt að finna einhverja gulrót fyrir þessi lið."

„Á næsta ári gæti það orðið þannig að öll liðin (í neðri hlutanum) yrðu í fallbaráttu eða eitthvað slíkt. Það er fínt að skoða reynsluna af þessu þegar mótið er búið,"
sagði Siggi Raggi.

Langt á eftir öðrum þjóðum
Í kjölfarið kom hann svo inn á þann þátt sem hann vill bæta á Íslandi. Hann vill að varamenn í Bestu deildinni geti fengið að spila deildarleiki með varaliðum yfir sumarið án þess að þurfa að hafa félagaskipti.

„Íslensk knattspyrna þarf klárlega að finna lausn fyrir þá leikmenn sem eru varamenn, eins og í dag þá leikmenn sem koma ekki inn á. Að það sé einhver varaliðskeppni, að það sé hægt að þróa unga leikmenn þar sem fá ekki tækifæri til að spila fyrir meistaraflokkana. Þar finnst mér við vera langt á eftir öðrum þjóðum, það er ekkert í gangi varðandi það hjá okkur. Ég veit að sú tillaga hefur stundum verið felld á ársþinginu."

„Íslenskur Toppfótbolti og KSÍ þurfa að taka þetta til mikillar endurskoðunar. Varamarkmennirnir í Bestu deildinni spila ekkert allt sumarið, varamenn sem eru rétt fyrir utan hóp og eru gengnir upp úr 2. flokki eru ekkert að spila og ef við ætlum að lána efnilega leikmenn í annað lið þá má bara kalla þá einu sinni yfir um mitt sumar. Í Noregi er það þannig að efnilegir leikmenn fá tækifæri með varaliði í deildarkeppni og geta svo farið beint í aðalliðið í næsta leik ef þeir stóðu sig vel."

„Við þurfum að gera eitthvað í þessu og mér finnst þetta mikilvægara fyrir íslenskan fótbolta heldur en vangaveltur um hvort þetta fyrirkomulag í Bestu deildinni sé betra eða ekki. Það er jú gott að fá þessa (auka) leiki, breyting til hins betra, en það var svolítið mikið af tilgangslausum leikjum og svolítið mikið af erfiðum aðstæðum - miklum vind."


Kerfið á Íslandi ekki nógu gott
Siggi Raggi vill að deildarkeppnin í neðri deildum verði endurskoðuð, lið í Bestu deildinni gætu sent varalið til keppni í deildarkeppni. Hann vísar í færslu Geirs Þorsteinssonar á samfélagsmiðlum sem má sjá hér neðst í fréttinni.

„Hann kemur með tillögu sem hægt er að ræða eða halda málþing um, um hvað við viljum gera til að þróa unga íslenska leikmenn sem eru kannski ekki strax byrjaðir í Bestu deildina."

„Hingað til höfum við verið að lána leikmenn í neðri deildir sem eru kannski að spila allt aðra taktík hjá allt öðrum þjálfara sem félögin hafa engin tengsl við. Ef ég hugsa út frá Keflavík þá væri betra ef við gætum lánað okkar leikmenn í varaliðið, þar spila þeir í deildarkeppni. Þannig er fyrirkomulagið í Noregi. Varamenn aðalliðsins spiluðu þá með varaliðinu daginn eftir. Þá gat maður spilað - með ungum og efnilegum leikmönnum í 2. flokki og jafnframt varamönnunum sem fengu ekkert að spila eða lítið að spila með aðalliðinu - leik á móti hörku meistaraflokksliði, fyrir framan áhorfendur."

„Svona er þetta í Noregi og fleiri löndum. Það hefur ekki gengið vel að vera með 1. flokk eða U23 keppni þar sem lítið er undir. Ég myndi frekar vilja hafa þetta í deildarkeppni."

„Það þarf að vinna þetta þannig að öll félög séu sátt og því þarf að halda málþing um þetta eða fjalla vel um þessar tillögur. Við erum að dragast svolítið aftur úr hvað þetta varðar, mér finnst ekkert í gangi fyrir þessa stráka,"
segir Siggi sem kemur inn á leikmann í sínu liði, Ásgeir Pál Magnússon, sem var í liðinu hjá Keflavík fyrri part sumars en hafi lítið spilað síðan þar sem lítið hafi verið um meiðsli í liðinu.

„Maður er búinn að vera reyna halda honum mótiveruðum allt mótið. Það hefði verið frábært ef hann hefði getað spilað með varaliðinu í allt sumar. Ég hefði ekki viljað lána hann og geta ekki tekið hann til baka fyrr en sumarið væri búið. Kerfið sem við erum með er ekki nógu gott," sagði Siggi að lokum.


Siggi Raggi: Mesta hvassviðri síðan ég kom í Keflavík
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner