Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   fim 20. október 2022 21:53
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gerrard látinn taka pokann sinn (Staðfest)
Mynd: EPA

Steven Gerrard hefur stýrt sínum síðasta leik sem stjóri Aston Villa en félagið hefur staðfest að hann hefur yfirgefið félagið.


Þetta gerist strax í kjölfarið á tapi liðsins gegn Fulham í kvöld.

„Við viljum þakka Gerrard fyrir alla vinnuna og skuldbindinguna og óska honum velfarnaðar í framtíðinni," segir talsmaður félagsins.

Gerrard tók við liðinu í nóvember á síðasta ári af Dean Smith en Gerrard vakti athygli fyrri góðan árangur sem stjóri Rangers frá Skotlandi.

Hann stýrði skoska liðinu frá 2018 en hann vann deildina einu sinni.

Sjá einnig:
Gerrard: Ég hætti aldrei en þetta er ekki nógu gott


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner