Erik ten Hag hefur sett Cristiano Ronaldo í skammarkrókinn og mun hann ekki leika með liðinu um helgina þegar liðið mætir Chelsea í úrvalsdeildinni.
Ronaldo mun þá æfa aleinn en Ronaldo hefur verið mikið á milli tannana á fólki á þessari leiktíð. Hann hefur ekki verið mikið í náðinni hjá Ten Hag og það hefur sýnilega farið í taugarnar á portúgalska leikmanninum.
Hann yfirgaf leikvanginn áður en leik lauk í gær þegar United vann Tottenham 2-0. Ronaldo byrjaði á varamannabekknum og er sagður hafa neitað að koma inn á í leiknum.
Ronaldo hefur gefið frá sér yfirlýsingu á Instagram síðu sinni sem má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.
Hann segist alltaf ætla að sýna ungu leikmönnunum fordæmi en það sé ekki alltaf hægt og stundum beri kappið fegurðina ofurliði.
Athugasemdir