Ánægður með starf sitt í Keflavík
að var vel staðið að þessu hjá Keflavík, ég var með flotta aðstoðarþjálfara og allt í kringum þetta var til fyrirmyndar. Það var margra handa verk að halda liðinu upp
Fyrir tæpum tveimur vikum tilkynnti Keflavík að stjórn knattspyrnudeildar hefði ákveðið að virkja endurskoðunarákvæði í samningi sínum við Gunnar Magnús Jónsson, þá þjálfara meistaraflokks kvenna.
Gunnar tók við liðinu fyrir tímabilið 2016 og kom liðinu upp úr 1. deild sumarið 2018. Liðið féll niður í 1. deild árið 2019 en kom sér aftur upp strax sumarið 2020 og hefur haldið sér uppi síðan.
Gunnar tók við liðinu fyrir tímabilið 2016 og kom liðinu upp úr 1. deild sumarið 2018. Liðið féll niður í 1. deild árið 2019 en kom sér aftur upp strax sumarið 2020 og hefur haldið sér uppi síðan.
Í sumar var liðinu spáð falli en endaði fjórum stigum fyrir ofan fallsæti. Fótbolti.net ræddi við Gunnar í gær.
„Já, það kom mér töluvert á óvart að ákveðið var að nýta ákvæði um að segja upp samningnum. Ég var í rauninni byrjaður að vinna að næsta tímabili með yfirmanni knattspyrnumála," sagði Gunnar Magnús sem segir að yfirmaður knattspyrnumála hafi ekki vitað að það stæði til að gera breytingar á þjálfaramálum.
„Ástæðan er sú að ég var búinn að vera sjö ár með liðið. Það var gefið upp að þau vildu gera breytingar og ég skildi það og virti það vel. Það eina var að það var ekki gert á fallegan hátt, það var svona það versta við þetta."
„Ég er íþróttakennari og var kallaður inn úr miðri kennslustund upp á skrifstofu þar sem mér var tilkynnt þetta, var kastað í andlitið á mér án þess að fá svo lítið sem takk fyrir. Þetta gerðist hratt eins og gerist oft í þessum þjálfaraheimi. Ég er fæddur og uppalinn Keflvíkingur, er búinn að vinna fyrir félagið í mörg ár og tók við Keflavíkurliðinu þegar það var í neðsta sæti í neðstu deild. Það er búið að lyfta liðinu upp, er í efstu deild. Mér fannst ég eiga aðeins meiri virðingu skilið."
„Ég er búinn að eiga sjö góð ár í meistaraflokki kvenna og áður tvö ár í meistaraflokki karla ásamt því að hafa þjálfað í yngri flokkunum í fleiri fleiri ár, þjálfaði m.a. 8. flokk félagsins í 20 ár. Ég hefði viljað hafa endalokin á fallegri máta."
Telur sig skilja við liðið á góðum stað
Ertu ánægður með þessi ár sem þjálfari meistaraflokks kvenna?
„Ég get ekki annað en verið það. Maður er búinn að leggja líf og sál í þetta og búinn að gera miklu meira en að vera þjálfari. Maður er búinn að koma að ýmsum sjálfboðaliðastörfum eins og t.d. GeoSilica mótið sem haldið er ár hvert. Ég hef séð um það að stærstum hluta og eytt tugum klukkutíma í. Það hefur bara verið sjálfboðaliðavinna frá mér. Maður er Keflvíkingur, vildi félaginu allt hið besta og tel mig hafa skilið við liðið á góðum stað."
Framtíð björt í Keflavík
Eru einhver vonbrigði að hafa ekki náð að enda ofar með liðið?
„Ég veit það ekki, jú auðvitað hefði maður viljað enda ofar. Í fyrra komum við upp og þá ætluðum við að halda sætinu í deildinni. Við missum Sveindísi (Jane Jónsdóttur) og tvíburana (Írisi Unu og Kötlu Maríu Þórðardætur) þegar við föllum og förum beint upp aftur sem var sterkt. Síðan er oft talað um þetta annað ár í efstu deild (árið í ár) sé svo erfitt. Við missum fyrirliðann okkar, aðalleiðtogan og besta leikmanninn í Natöshu (Anasi) en náum samt að halda velli."
„Ég er mjög stoltur af því að hafa náð að byggja þetta að stórum hluta á ungum heimastelpum. Það voru nokkrar stelpur sem voru að stíga sín fyrstu skref og fengu stór hlutverk í sumar. Framtíðin er björt í Keflavík og ég vona að liðið fái góðan aðila til að fylgja þessu á eftir."
Spáð afhroði en stóðu uppi sem sigurvegarar
Keflavík var ekki spáð góðu gengi í sumar. Hver var lykillinn að því að halda liðinu uppi?
„Þetta var samheldinn hópur, ekki mikil breidd en mjög flottur hópur. Þetta var byggt upp á sterkum og öguðum varnarleik og við vorum að ná í risaúrslit. Við unnum m.a. liðin í 2. - 4. sæti í sumar. Við náum í stór úrslit en það vantaði kannski bara stöðugleika."
„Það sat alveg í okkur líka að liðinu var ekki bara spáð falli, okkur var spáð afhroði. Gjörsamlega. Það er kannski mörgum ferskt í minni að maður var hátt uppi eftir annan leikinn þegar sokkamálið fór í gang.. Það var ekkert óeðlilegt en ég fékk það kannski aðeins í bakið. Á móti stóðum við í raun uppi sem sigurvegarar með því að halda okkur uppi."
„Ég er að mörgu leyti mjög stoltur af sumrinu í sumar. Liðið var rosalega breytt, ég held að það hafi verið níu stelpur sem spiluðu tíu eða fleiri leiki í fyrra sem hurfu á braut frá okur. Við vorum að smíða nýtt lið og ég held að þetta hafi verið mjög gott afrek."
„Það var vel staðið að þessu hjá Keflavík, ég var með flotta aðstoðarþjálfara og allt í kringum þetta var til fyrirmyndar. Það var margra handa verk að halda liðinu uppi," sagði Gunnar Magnús.
Hann var á mánudag tilkynntur sem nýr þjálfari Fylkis og verður seinni hluti viðtalsins birtur síðar í dag.
Athugasemdir