Newcastle ætlar að bjóða 80 milljónir fyrir Guéhi - Palmer ekki til sölu - Wirtz eftirsóttur - Man Utd vill ráða Amorim - Trent og Frimpong á...
   lau 19. október 2024 06:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Hlustaðu í BEINNI - 12:00 Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á dagskrá á X977 í dag milli 12 og 14 eins og venjan er á laugardögum. Elvar Geir og Tómas Þór stýra þættinum.

Smelltu hér til að hlusta á X977 í beinni

Farið er yfir fótboltatíðindi vikunnar, landsliðið, lokabaráttuna í Bestu deildinni og fleira.

Hörður Snævar Jónsson ritstjóri 433.is verður á línunni og ræðir um landsliðið og framtíð Age Hareide landsliðsþjálfara.

Ragnar Páll Bjarnason formaður fótboltadeildar Fylkis ræðir um vonbrigðatímabil í Árbænum og spennandi þjálfararáðningu.

Reiði stuðningsmanna ÍR, nýtt undirlag Laugardalsvallar og ýmislegt fleira kemur við sögu!


Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner